Deiliskipulag - Þormóðseyri

Málsnúmer 1203070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20.03.2012

Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni á Þormóðseyri á Siglufirði, ásamt matslýsingu vegna deiliskipulagsvinnu samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana.

Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað til fyrirtækisins X2 hönnun - skipulag ehf. til að sjá um verkefnið f.h. Fjallabyggðar.

Bæjarráð fagnar því að vinnan sé hafin og óskar eftir kostnaðaráætlun frá tæknideild.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 22.03.2012

Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni á Þormóðseyri á Siglufirði, ásamt matslýsingu vegna deiliskipulagsvinnu samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana.

Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað til fyrirtækisins X2 hönnun - skipulag ehf. til að sjá um verkefnið f.h. Fjallabyggðar.

Erindi samþykkt og tæknideild falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar til umsagnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27.03.2012

251. fundur bæjarráðs óskaði eftir kostnaðarupplýsingum um deiliskipulagsverkefnið.
Samkv. upplýsingum tæknideildar er kostnaður áætlaður á bilinu 650 til 850 þúsund miðað við áætlaðan tímafjölda.

251. fundur bæjarráðs óskaði eftir kostnaðarupplýsingum um deiliskipulagsverkefnið á Þormóðseyri.
Samkv. upplýsingum tæknideildar er kostnaður áætlaður á bilinu 650 til 850 þúsund miðað við áætlaðan tímafjölda.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19.06.2013

Deiliskipulagstillaga fyrir Þormóðseyri lögð fram til kynningar fyrir nefndarmenn.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10.07.2013

Á 156. fundi nefndarinnar var tillaga að deiliskipulagi Þormóðseyrar lögð fram til kynningar og þann 5. júlí var tillagan kynnt með opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar.

Nú er tillagan lögð fram á nýjan leik og er lagt til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar.

Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15.10.2013

Deiliskipulag og umhverfisskýrsla fyrir Þormóðseyri var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, frá 8. ágúst til og með 19. september 2013. Deiliskipulagssvæðið er um 10,5 ha að stærð og tekur yfir norðausturhluta Þormóðseyrar, það svæði sem skilgreint er að mestu sem athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi. Þar eru skipulagðar fjölbreyttar athafnalóðir sem henta eiga fyrir mismunandi gerðir fyrirtækja með góðum tengingum við höfnina og samgönguæðar. Á auglýsingatíma bárust tvær athugasemdir, ein frá Vegagerðinni og önnur frá Skipulagsstofnun.

 

Nefndin tekur undir athugasemd Skipulagsstofnunar og samþykkir að fyrirhuguð gata meðfram hafnarsvæðinu verði einungis sýnd til skýringar og að eldra deiliskipulag hafnarsvæðisins haldi gildi sínu á þeim svæðum sem liggja utan skipulagsmarka deiliskipulags Þormóðseyrar.

 

Varðandi athugasemd Vegagerðarinnar telur nefndin rétt að ítreka að fyrirhuguð stofnbraut sem liggur utan marka deiliskipulagsins er einungis sýnd til skýringar.

 

Nefndin samþykkir að ónefnd gata í deiliskipulagstillögunni verði nefnd Skipagata. Einnig ítrekar nefndin að í deiliskipulaginu sé einungis heimild til niðurrifs á ákveðnum byggingum en það sé ekki kvöð sem hvíli á húseiganda.

 

Af öllu framansögðu samþykkir nefndin að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar með áorðnum breytingum og felur jafnframt tæknideild að senda svör við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 06.11.2013

Á 160. fundi nefndarinnar var samþykkt að deiliskipulag Þormóðseyrar yrði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar með áorðnum breytingum. Eftir fundinn kom fram ábending um að það þyrfti að skipta lóðunum Skipagötu 4 og Tjarnargötu 20 upp í fleiri lóðir.

 

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Þormóðseyrar þar sem búið er að skipta lóðinni Skipagata 4 upp í fjórar lóðir; Skipagötu 4, Tjarnargötu 19, Tjarnargötu 21 og Tjarnargötu 23. Einnig er búið að skipta lóðinni Tjarnargata 20 upp í lóðirnar Tjarnargata 20 og Tjarnargata 22.

 

Með þessum breytingum og áður gerðum breytingum sem samþykktar voru á 160. fundi nefndarinnar samþykkir nefndin að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og felur jafnframt tæknideild að senda svör við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.