Úthlutun á styrk til húsakönnunar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 206. fundur - 15.03.2011

Á heimasíðu Húsafriðunarnefndar kemur fram að Siglufjörður fær 1.500.000.- styrk og Ólafsfjörður 1.000.000.- styrk til að hefja vinnu við byggða- og húsakönnun í Fjallabyggð.
Ætlunin er að skoða 300 hús á Siglufirði og eru 54 þeirra eldri en frá 1918. Endanlegur fjöldi á Ólafsfirði liggur ekki fyrir.
Bæjarráð fagnar umræddri styrkveitingu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27.03.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 14. mars 2012, þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að styrkja sveitarfélagið á árinu 2012, um 1,1 milljón til byggða- og húsakönnunar.