Fráveita í Hrannarbyggð Ólafsfirði

Málsnúmer 1108077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 227. fundur - 30.08.2011

Búið er að velja verktaka í gangstéttarframkvæmdir í Ólafsfirði og eru framkvæmdir að hefjast.
Endurnýjun á gangstétt í Hrannabyggð byggir m.a. á þeirri staðreynd að Rarik ætlar að skipta út ljósastaurum og rafmagnskössum í götunni. Umræddar framkvæmdir hafa leitt í ljós að slæmt ástand er á fráveitu sem liggur undir gangstéttinni.
Eftir útboð er verið að fóðra lögnina og er áætlaður kostnaður um 6.8 m.kr. Áætluð verklok eru 15. september, en þá verður búið að ganga frá gangstéttum ásamt lagfæringum á fráveitu.

Umrædd framkvæmd þ.e. kostnaður við fráveitu kemur inn í heildarendurskoðun á fjárhagsáætlun ársins.