Leyfi vegna veikinda

Málsnúmer 1108070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 227. fundur - 30.08.2011

Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn og fræðslunefnd frá 1. september 2011 um óákveðinn tíma vegna veikinda.

Bæjarráð telur rétt að verða við framkominni ósk um leið og Halldóru Salbjörgu er óskað alls velfarnaðar og góðs bata.

Egill Rögnvaldsson lagði undir þessum dagskrárlið fram bréf dags. 29. ágúst 2011 um breytingar í bæjarstjórn og fræðslunefnd á vegum Samfylkingarinnar þar sem Halldóra S Björgvinsdóttir hefur óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa vegna veikinda.

Guðmundur Gauti Sveinsson kemur inn sem bæjarfulltrúi.
Guðrún Árnadóttir kemur inn sem varabæjarfulltrúi.

Jakob Kárason verður aðalmaður í fræðslunefnd.
Hilmar Elefsen verður varamaður í fræðslunefnd.