Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2025 - 2026

Málsnúmer 2512039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 903. fundur - 06.01.2026

Innviðaráðuneytið hefur tilkynnt um úthlutun á 118 tonnum af byggðakvóta til Fjallabyggðar af alls 3.465 þorskígildistonnum til ráðstöfunar til byggðarlaga víðs vegar um landið fyrir fiskveiðiárið 2025-2026 en auk þess eru eftirstöðvar af úthlutun fyrra árs sem kemur til ráðstöfunar á yfirstandandi fiskveiðiári. Samtals til ráðstöfunar eru því um 248 tonn fyrir fiskveiðiárið, 224,5 tonn til Siglufjarðar og 23,5 tonn til Ólafsfjarðar. Fjallabyggð er gefinn frestur til 19.janúar n.k. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur úthlutunar í sveitarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarstjórn drög að reglum um byggðakvóta fyrir Fjallabyggð þar sem haft verði að leiðarljósi hámarksnýting byggðakvótans. Bæjarráð telur mikilvægt að óska áfram eftir auknum sveigjanleika vegna vinnsluskyldu fyrir Fjallabyggð og að heimilt verði að landa afla úr byggðakvóta á fiskmarkað.