Áskorun - Ósk um lausn á vanda líkamsræktarstöðvarinnar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1010091

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 188. fundur - 26.10.2010

Lagður fram undirskriftarlisti 227 aðila þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að finna lausn á vanda líkamsræktarstöðvarinnar í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22.11.2011

Lagðar fram tillögur um að byggja 60 m2 viðbyggingu við gömlu búnings og gufuaðstöðuna í Ólafsfirði.

Núverandi húsakostur er óviðunandi, mikil þrengsli og lítil lofthæð. Gróf kostnaðaráætlun gefur til kynna að kostnaður við umbeðnar úrbætur verði um 10 m.kr. Einnig eru lagðir fram útreikningar á tekjuaukningu staðarins og er gert ráð fyrir að framkvæmdin skili bæjarfélaginu hagnaði eftir 7 ár.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar tillögur verði teknar til skoðunar um leið og byggingarframkvæmdum við grunnskóla Fjallabyggðar er lokið.