Bæjarráð Fjallabyggðar

835. fundur 21. júní 2024 kl. 10:00 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Verkefni félagsmáladeildar 2024

Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar fór yfir stöðu verkefna félagsmáladeildar.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið og komuna á fundinn og yfirferð á verkefnum deildarinnar.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði til Gæða og eftirlitsstofnunar vegna innra mats en áætlaður kostnaður við verkefnið er 2 milljónir.

Bæjarráð veitir einnig heimild fyrir að rætt verði við HMS um möguleg skipti á íbúðum á milli Fjallabyggðar og HMS í nýjum húsum við Vallarbraut.

2.Staða framkvæmda og viðhalds 2024

Málsnúmer 2405034Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir stöðu verkefna tækndeildar.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir komuna á fundinn og yfirferð á verkefnum deildarinnar.

3.Þjónusta iðnaðarmanna, tímavinna

Málsnúmer 2405036Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í tímavinnu iðnaðarmanna miðvikudaginn 12. júní síðastliðinn.
Bæjarráð þakkar þeim sem tóku þátt í tilraunaútboðinu en í ljósi þess að markmiðum rammasamningsútboðanna var ekki náð þá samþykkir ráðið að hætta við útboð á tímavinnu iðnaðarmanna.

4.Innheimta skólagjalda hjá TÁT

Málsnúmer 2406032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Dalvíkurbyggð varðandi innheimtu skólagjalda hjá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga, TÁT. Lagt er til að sett verði upp stafræn vefumsókn með beintengingu við sveitargáttina hjá Dalvíkurbyggð í stað þess að innheimta gjöld í gegnum Sportabler eins og nú er gert.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við Dalvíkurbyggð og afgreiða fyrir hönd Fjallabyggðar.

5.Heimild til sölu og kaupa á bifreið fyrir akstursþjónustu.

Málsnúmer 2406036Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar óskar eftir heimild til þess að selja rafmagnsbifreið hjá akstursþjónustu Fjallabyggðar og kaupa aðra bifreið í staðinn.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til þess að selja núverandi bifreið ásamt því að ganga frá kaupum á bifreið sem kæmi í stað hennar inn í akstursþjónustu Fjallabyggðar, svo framarlega að takist að selja núverandi bifreið.

6.Ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal frá verkefnahóp varðandi málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal.
Bæjarráð þakkar verkefnahópnum fyrir vinnuna. Bæjarráð samþykkir tillögur verkefnahópsins sbr. vinnuskjalið og felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ræða við formann stjórnar Leyningsáss um næstu skref og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

7.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar með kostnaðarmati á tillögum frá Hestamannafélaginu Glæsi.
Bæjarráð þakkar Hestamannafélaginu Glæsi fyrir erindið og felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ræða við forsvarsmenn félagsins. Þá telur bæjarráð mikilvægt að uppbygging aðstöðu fyrir hestamenn verði tekið inn í ferlið í kringum Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð.

8.Staðsetning nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.

Málsnúmer 2406040Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju varðandi framkvæmd og niðurstöðu rafrænnar kosningar um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.
Bæjarráð þakkar fulltrúum sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju fyrir erindið. Bæjarráð vill koma á framfæri að bæjarráð getur ekki breytt ákvörðunum bæjarstjórnar. Bæjarstjórn tók formlega ákvörðun um staðarval vegna nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði að undangenginni ráðgefandi atkvæðagreiðslu íbúa í Ólafsfirði. Bæjarráð vísar því erindinu til umræðu í bæjarstjórn.

9.Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar vegna framkvæmda á golfvelli félagsins.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að útbúa ný drög að samningi við Golfklúbb Fjallabyggðar þar sem greiðsluröð vegna endurbóta á golfvellinum við Skeggjabrekku yrði hraðað úr 6 árum í 2-3 ár. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera að tillögu að almennu ferli sem viðhaft yrði vegna kerfisbundinnar endurskoðunar á Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð.

10.Ástand knattspyrnusvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2406007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umbeðin greinargerð frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar um ástand knattspyrnuvallar.
Bæjarráð telur mikilvægt að í ljósi þess að nýr knattspyrnuvöllur í Ólafsfirði er enn þá á hönnunarstigi og ljóst að tíma mun taka að leysa varanleg vallarmál í Fjallabyggð, að unnið sé markvisst að því að koma núverandi velli í viðunandi horf. Bæjarráð óskar eftir að forsvarsmenn KF komi á fund á næsta fund bæjarráðs til þess að ræða næstu skref.

11.Stuðningur við Flugklasann Air66N 2024-2026

Málsnúmer 2310006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N.
Bæjarráð tekur vel í hugmynd Flugklasans um að sameiginlegur fundur verði haldinn í lok sumars og mun senda fulltrúa sinn á fundinn verði til hans boðað.

12.Endurskoðun hættumats undir leiðgarði/leiðigörðum

Málsnúmer 2010008Vakta málsnúmer

Veðurstofa Íslands hefur lokið skýrslugerð vegna endurskoðunar á hættumati fyrir Ólafsfjörð að teknu tilliti til leiðigarðsins við Hornbrekku. Skýrslan lögð fram til kynningar og athugasemda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla

Málsnúmer 2406038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Jafnréttisstofu um ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Hlutafjáraukning - Aðalfundur 2024. Greið leið ehf.

Málsnúmer 2406042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. sem haldin var 13. júní síðastliðinn. Þar er m.a. lögð fram tillaga um aukningu hlutafjár um allt að 5.000.000 að nafnverði. Hluthafar njóta forgangs til áskrifta að hinum nýju hlutum í samræmi við hlutafjáreign sína. Hlutur Fjallabyggðar er 0.07% í félaginu.
Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna fyrir sitt leyti en hlutur Fjallabyggðar í aukningunni er 1.451 kr.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 312. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.