Ósk um fund með bæjar- eða sveitarstjórn

Málsnúmer 2401098

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 819. fundur - 02.02.2024

Erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórn eftir miðjan febrúar.
SSNE átti slíka fundi í öllum sveitarfélögum á síðasta ári og þóttu þeir takast vel og viljum við því endurtaka leikinn.
Fundirnir eru mikilvægir fyrir miðlun upplýsinga en efni fundanna er að kynna starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Hægt að óska eftir umfjöllunarefni sem hægt er að undirbúa sérstaklega.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Beiðninni vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 243. fundur - 15.05.2024

Undir þessum lið kom á fund bæjarstjórnar Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.

Á 819. fundi bæjarráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórn eftir miðjan febrúar.
SSNE átti slíka fundi í öllum sveitarfélögum á síðasta ári og þóttu þeir takast vel og viljum við því endurtaka leikinn.
Fundirnir eru mikilvægir fyrir miðlun upplýsinga en efni fundanna er að kynna starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Hægt að óska eftir umfjöllunarefni sem hægt er að undirbúa sérstaklega."

Elva kynnti starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Elvu og SSNE fyrir komuna og kynninguna.