Bæjarráð Fjallabyggðar

186. fundur 05. október 2010 kl. 17:00 - 19:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Menningarsamningur Eyþings, áætlun um greiðslu sveitarfélaga á árinu 2010

Málsnúmer 1009163Vakta málsnúmer

Eyþing, fyrir hönd sveitarfélaga á starfssvæði þess, endurnýjaði menningarsamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið í júní s.l.
Skv. breytingum á menningarsamningi fyrir 2010 frá fyrri samningi (2007-2009) mun hlutur Fjallabyggðar hækka um kr. 260.637.
Bæjarráð staðfestir þátttöku og vísar breytingu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

2.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011

Málsnúmer 1009179Vakta málsnúmer

Í erindi frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dagsett 27. september er sveitarstjórnum gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta, fyrir fiskveiðiárið 2010/2011.
Bæjarráð samþykkir fela bæjarstjóra að sækja um kvóta.

3.Fjallskil haustsins

Málsnúmer 1008092Vakta málsnúmer

Í erindi eigenda jarðanna Auðna og Hringverskots í Ólafsfirði er gerð athugasemd við mismunun í sveitarfélaginu varðandi fjallskil og þess óskað að allir jarðeigendur í Fjallabyggð sitji við sama borð.
Bæjarráð fjallaði um fjallskil á 181. fundi sínum 24. ágúst s.l.

og samþykkti að samræma reglur í sveitarfélaginu varðandi fjallskil fyrir göngur 2011.
Bæjarráð telur eðlilegt að taka málið til frekari skoðunar og felur bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum.

4.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010

Málsnúmer 1009159Vakta málsnúmer

Farið var yfir tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

5.Tilmæli til sveitarstjórna vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga

Málsnúmer 1009180Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010

Málsnúmer 1009199Vakta málsnúmer

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 15. október í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins verði bæjarstjóri.

Jafnframt var samþykkt að bæjarráð ásamt bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra sæki fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, 14 og 15. október.

7.Fyrirkomulag kosninga fyrir Stjórnlagaþing 27. nóv. n.k.

Málsnúmer 1010004Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu varðandi kosningu til stjórnlagaþings, 27. nóvember n.k.

8.Opnun Héðinsfjarðarganga

Málsnúmer 1009115Vakta málsnúmer

Bæjarráð færir þakkir til undirbúningsnefndar og öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í undirbúningi og viðburðum helgarinnar.
Bæjarfélagið stóð vaktina og gestir samfélagsins urðu ekki fyrir vonbrigðum.
Veðrið var eins og best er á kosið, yndislegt á laugardeginum og ekki var það síðra á sunnudeginum.
Upp úr stendur viðmót bæjarbúa, gleði og ánægja á merkum tímamótum.
Óskar bæjarráð bæjarbúum til hamingju með vígsluna.

Fundi slitið - kl. 19:00.