Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010

Málsnúmer 1009159

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 185. fundur - 28.09.2010

Lögð fram gögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 186. fundur - 05.10.2010

Farið var yfir tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 55. fundur - 13.10.2010

Bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson fór yfir tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2010.

Helstu breytingar frá fyrri áætlun eru:

Heildartekjur voru áætlaðar 1.547 milljónir kr. en verða í endurskoðaðri áætlun 1.556 milljónir, en það er hækkun um 9 mkr.

Heildargjöld voru áætluð 1.555 milljónir kr. en verða í endurskoðaðri áætlun 1.547 milljónir og eru þar með 8 mkr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir.

Fjármagnsliðir voru áætlaðir neikvæðir upp á 57 mkr. nettó en verða í endurskoðaðri áætlun neikvæðir upp á 45 mkr. sem er 12 mkr. viðsnúningur til betri vegar vegna lægri verðbólgu.

Rekstrarniðurstaða sjóða sveitarfélagsins var áætluð neikvæð upp á 65 mkr. en í endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir 36 mkr. gjöldum umfram tekjur.  Samtals nettóbreyting upp á 29 milljónir.
Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun hækka fjárfestingahreyfingar um tæpar 76 mkr.
Niðurstaða þessarar áætlunar hefur þau áhrif að handbært fé lækkar um 170 mkr. niður í 155 mkr. í árslok.


Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum, tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 með áorðnum breytingum.