Bæjarráð Fjallabyggðar

809. fundur 27. október 2023 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyri Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýlsu og fjármál

1.Verkefni stjórnsýslu- og fjármáladeildar

Málsnúmer 2302062Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármáladeildar mætti til fundarins og fór yfir stöðu mála á deildinni, stöðu fjárhagsáætlanagerðar og fleira.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir komuna á fundinn og yfirferðina á verkefnum deildarinnar.

2.Samkomulag um rannsóknir flugslysa og alvarlegra flugatvika.

Málsnúmer 2310050Vakta málsnúmer

Drög að samkomulagi um rannsóknir flugslysa og alvarlegra flugatvika milli Rannsóknarnefndar samgönguslysa og brunvarnir/slökkvilið sveitarfélaga lögð fram.
Samkomulaginu er ætlað að tryggja skýrt fyrirkomulag og samstarf við rannsóknir flugslysa og alvarlegra flugatvika svo stuðla megi að því að rannsóknir sé framkvæmdar af kostgæfni og skilvirkni með öryggi í samgöngum að leiðarljósi.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Samningur um styrk til orkuskipta

Málsnúmer 2304039Vakta málsnúmer

Fjallabyggð hefur hlotið styrk frá Orkusjóði til verkefnisins „Orkuskipti 2023“ sem er átaksverkefni stjórnvalda í samræmi við áherslur um orkuskipti og nýtingu endurnýjanlegrar orku og eru styrkirnir veittir á grundvelli laga, nr. 76/2020, um Orkusjóð. Einnig lögð fram tilboð Ísorku og ON um nýtingu styrksins til uppbyggingar hraðhleðslustöðva í Fjallabyggð.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað þar til skipulags- og umhverfisnefnd hefur lokið umfjöllun um staðarval hraðhleðslustöðva.

4.Akstursþjónusta í Fjallabyggð

Málsnúmer 2308058Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar mætti til fundarins og upplýsti um stöðu og þróun verkefnisins og hver reynslan af akstursþjónustunni hefur verið hingað til.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir komuna á fundinn og minnisblaðið um akstursþjónustuna. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þróunarverkefnið og þá reynslu sem komin er af því á fyrstu mánuðum þess.

5.Ólafsvegur 4 - kauptilboð

Málsnúmer 2310052Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð BÓ innréttinga ehf. í fasteignina að Ólafsvegi 4.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara tilboðsgjafa í samræmi við umræður fundarins.

6.Norðurgarður hafnarinnar á Ólafsfirði - tilnefning í verkefnahóp

Málsnúmer 2309164Vakta málsnúmer

Á 805. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Fjallasala ses. og Markaðsstofu Ólafsfjarðar um að setja upp myndir og texta á Norðurgarð hafnarinnar í Ólafsfirði. Á fundinum lagði bæjarráð til að skipuð yrði verkefnastjórn undir forystu Pálshúss þar sem verkefnið yrði skilgreint betur, kostnaður greindur ásamt möguleikum til styrkumsókna. Jafnframt var lagt til að Fjallabyggð myndi leggja til einn fulltrúa í verkefnastjórnina.
Samþykkt
Bæjarráð tilnefnir Sæbjörgu Ágústsdóttur sem aðalmann og Tómas Atla Einarsson sem varamann í verkefnahópinn.

7.Umsókn um rekstrarleyfi gistingar fl II - Lindargata 20b

Málsnúmer 2310053Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 19. október 2023. Umsögnin varðar umsókn Gunnars Hreinssonar vegna Lindargötu 20B á Siglufirði um leyfi til reksturs gististaða, flokkur II-C Minna gistiheimili.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

8.Innsent bréf til bæjarráðs - þjónusta sérfræðings

Málsnúmer 2310056Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Andra Björgvins Arnþórssonar sem beint var til bæjarráðs, þar sem hann gerir grein fyrir þjónustuframboði sínu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.LOFTUM - loftslags- og umhverfisfræðsla

Málsnúmer 2310057Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning frá LOFTUM um námskeið um "loftslagsmál, losunarbókhald og allt hitt". Námskeiðið er ætlað kjörnum fulltrúm og starfsfólki umhverfis- og skipulagsmála innan SSNE.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur kjörna fulltrúa og nefndarfólk til þess að kynna sér námskeiðið.

10.Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024

Málsnúmer 2310058Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Málþing vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi

Málsnúmer 2310062Vakta málsnúmer

Miðvikudaginn, 29. nóvember mun vísindanefnd um loftslagsbreytingar standa fyrir málþingi um efni nýjustu skýrslu nefndarinnar: Umfang og afleiðingar hnattrænna loftslagsbreytinga og afleiðingar þeirra á Íslandi
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Skerðing höfundaréttar - Síldarstúlkan

Málsnúmer 2310061Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag um skerðingu höfundaréttar um minnisvarðann Síldarstúlkuna.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar hópnum RÆS fyrir gríðarlega gott og fórnfúst starf hópsins í kringum verkefnið Síldarstúlkuna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að þinglýsa yfirlýsingunni og skjala með viðeigandi hætti.

13.Skýrsla Flugklasans Air 66N 2023

Málsnúmer 2305022Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um starf Flugklasans Air66N.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Upplýst samfélag - fjólubláar byggingar 3. des. á alþjóðadegi fatlaðs fólks

Málsnúmer 2310064Vakta málsnúmer

Dreifibréf Öryrkjabandalags Íslands lagt fram.
Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eða yfir einn milljarður á heimsvísu. Hér á landi eru þetta um 57.000 manns.
Fram undan er þessi mikilvægi dagur en hann hefur verið haldinn frá árinu 1992 með það að markmiði að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og ýta undir stuðning við reisn, réttindi og velferð þess. Jafnframt að auka vitund um þann ávinning sem hlýst af þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins - stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningarlífs.
Fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks og óskum við eftir því að Fjallabyggð lýsi upp byggingu sína frá föstudeginum 1. desember til þriðjudagsins 5. desember 2023 og leggi þannig þessari mikilvægu baráttu lið.
Þessari sömu bón verður einnig beint til annarra aðila.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.