Bæjarráð Fjallabyggðar

792. fundur 31. maí 2023 kl. 08:15 - 10:02 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni fræðslu-, frístunda- og menningarmála 2023

Málsnúmer 2302061Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála fyrir yfirferð á verkefnum deildarinnar.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2305072Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

3.Upplýsingar vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða

Málsnúmer 2305043Vakta málsnúmer

Lagðar fram ýmsar upplýsingar vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða hjá bæjarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóri fór yfir stöðu vegna yfirvofandi verkfalls félagsmanna stéttarfélagsins Kjalar. Ljóst er að boðað verkfall hefur víðtæk áhrif á þjónustu sveitarfélagsins. Bæjarstjóri, deildarstjórar og forstöðumenn stofnanna eru að vinna áætlun til þess að lágmarka þjónustuskerðingu sem verður birt á heimsíðu sveitarfélagsins. Þá er bæjarstjóra falið að uppfæra undanþágulista við næstu endurskoðun þeirra.

4.Rekstraryfirlit málaflokka 2023

Málsnúmer 2305068Vakta málsnúmer

Lagt fyrir rekstraryfirlit málaflokka fyrir janúar-apríl 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Skeggjabrekkuvöllur - fjárfestingar

Málsnúmer 2210059Vakta málsnúmer

Á 790. fundi bæjarráðs var deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka
við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð kr. 5.000.000, vegna framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli. Viðauki 8 lagður fram. Framkvæmdirnar verða eignfærðar og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

6.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti til fundarins og sat fyrir svörum undir þessum dagskrárlið. Farið var yfir stöðu væntanlegs útboðs vegna viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirferðina. Deildarstjóra falið að leggja endanleg útboðsgögn vegna verksins fyrir næsta fund bæjarráðs.

7.Umsóknarbeiðni tækifærisleyfi Hornbrekka

Málsnúmer 2305062Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 22.05.2023 þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn um tímabundið áfengisleyfi vegna kráarkvölds fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekku kt. 580706-0880, Ólafsfjarðarvegi, 625 Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna kráarkvölds í Hornbrekku.

8.Erindi til bæjarráðs

Málsnúmer 2305075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Aðalbjörns Frímannssonar þar sem óskað er eftir leyfi til þess bjóða upp á útsýnisferðir með þyrlu laugardaginn 3. júní nk.
Samþykkt
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyfi jákvæða umsögn og leyfi fyrir notkun á því landssvæði sem um er sótt og er í eigu sveitarfélagsins vegna þyrluflugs laugardaginn 3. júní í tengslum við sjómannadaginn í Ólafsfirði. Bæjarráð beinir því til ábyrgðarmanna að farið verði eftir öryggisreglum í hvívetna.

Fundi slitið - kl. 10:02.