Bæjarráð Fjallabyggðar

783. fundur 21. mars 2023 kl. 08:15 - 10:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Í upphafi fundar bar sitjandi formaður upp tillögu um dagskrárbreytingu á þann veg að taka 5. mál boðaðrar dagskrár á undan 4. lið dagskrárinnar.
Samþykkt samhljóða.

1.Verkefni fræðslu-, frístunda- og menningarmála 2023

Málsnúmer 2302061Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mætti til fundarins og fór yfir verkefni deildarinnar.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir góða yfirferð á verkefnum deildarinnar.

2.Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2303005Vakta málsnúmer

Á 122. fundi fræðslu-, og frístundanefndar, þann 6. mars sl. var reglum um sérstakan stuðning Fjallabyggðar við starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar sem jafnframt eru í námi í leikskólakennarafræðum vísað til umfjöllunar og samþykktar bæjarráðs.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að setja inn endurskoðunarákvæði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð árið 2025.

3.Staða skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar - uppsögn á starfi

Málsnúmer 2303039Vakta málsnúmer

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar hefur sagt upp starfi sínu. Starfslok verða 30. júní nk.
Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að hefja ráðningarferli nýs skólastjóra.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Olgu Gísladóttur fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að Mögnum ráðningarþjónusta verði fengin til verksins. Bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála falið að annast ráðningarferlið.

4.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026

Málsnúmer 2303040Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð og verklýsing Áhættulausna ehf. vegna útboðs í vátryggingar hjá sveitarfélaginu fyrir 2024-2026. Áætlaður kostnaður er kr. 2.457.000. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar þar sem fram kemur að vátryggingar sveitarfélagsins þarf að bjóða út á EES svæðinu. Lagt er til að gengið verði til samninga við Áhættulausnir ehf. sem sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana á sviði vátrygginga og áhættugreiningar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela Áhættulausnum ehf. að annast undirbúning og gerð útboðsgagna á vátryggingum fyrir hönd Fjallabyggðar samkvæmt fyrirliggjandi samningi um vátryggingaráðgjöf.

5.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna aðgengismála að íþróttahúsi að sunnanverðu.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og samþykkir að unnið verði eftir þeim útfærslum sem koma fram í minnisblaðinu þar sem lagt er til að vestari inngangurinn verði notaður. Samráð skal haft við þjónustuveitendur. Jafnframt óskar bæjarráð eftir kostnaðarmati á hækkun á plani til að hægt sé að nýta austari innganginn.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála yfirgaf fundinn að lokinni umræðu.

6.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2303041Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður föstudaginn 31. mars 2023 á Grand Hótel Reykjavík.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Samstarf um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2207025Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarstjórna um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og hvatningu um að öll sveitarfélög svari fyrir 31. mars nk. könnun í tilefni af skýrslugerð Íslands til Sameinuðu þjóðanna í júlí nk.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að svara erindinu fyrir hönd Fjallabyggðar.

8.Fundarboð - fulltrúaráðsfundur

Málsnúmer 2303050Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð stjórnar Stapa lífeyrissjóðs til fulltrúaráðsfundar sjóðsins sem haldinn verður miðvikudaginn 12. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar.

Málsnúmer 2303057Vakta málsnúmer

Lagðar fram nýjar reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti 13. mars sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands. Reglurnar voru kynntar á framkvæmdaráðsfundi 16. mars s.l.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Samtaka um hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 2203010Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til opins fjarfundar undir yfirskriftinni Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfis miðvikudaginn 22. mars kl. 10:00 til 11:30.
Tilefnið eru breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og komu til framkvæmda um síðustu áramót. Í lögunum er lögð áhersla á fræðslu til almennings og lögaðila og bera Umhverfisstofnun, sveitarfélög, Úrvinnslusjóður og Endurvinnslan ákveðna ábyrgð á henni. Á fundinum verður kynnt sú fræðsla sem lykilaðilar til að koma á hringrásarhagkerfi munu standa fyrir á næstunni.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2303042Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið kynntar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Breytingarnar miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Þá er það markmið að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Umsagnarfrestur er til 27. mars nk.
Skýrsla starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem byggja á niðurstöðum starfshópsins, auk frekari umfjöllunar má finna í samráðsgátt stjórnvalda og á vef ráðuneytisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð Fjallabyggðar mótmælir harðlega drögum að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem byggja á niðurstöðum starfshóps um endurskoðun á regluverki sjóðsins.
Verði drögin samþykkt óbreytt þá munu framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Fjallabyggðar minnka um 34.600.000 kr. og vandséð hvernig því yrði mætt án þess að til kæmi skerðing á þjónustu. Bæjarráð gerir því verulegar athugasemdir við tillögur að breytingum á regluverki sjóðsins og gagnrýnir harðlega knöpp tímamörk umsagnarfrests í svona mikilvægu máli. Bæjarstjóra er falið að koma sjónarmiðum Fjallabyggðar á framfæri.

12.Drög að hvítbók um samgöngumál og umhverfismatsskýrsla

Málsnúmer 2303043Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf SSNE þar sem vakin er athygli á því að drög að hvítbók um samgöngumál og umhverfismatsskýrsla hefur verið birt á Samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Embættismaðurinn í nútímasamfélagi - Málþing fimmtudaginn 23. mars

Málsnúmer 2303044Vakta málsnúmer

Forsætisráðuneytið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur fyrir málþingi um samspil stjórnmálamanna og embættismanna á tímum stöðugra umbreytinga, aukinna krafna og alþjóðlegra áskorana. Tilefnið er að forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem ætlað er að fjalla um hlutverk og starfsskilyrði embættismanna með hliðsjón af þróun í nágrannalöndunum. Málþingið, sem fer fram á ensku, verður haldið fimmtudaginn 23. mars nk. á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Flokkun Eyjafjörður fundargerðir 2023

Málsnúmer 2303032Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Flokkun Eyjafjarðar ehf. lögð fram til kynningar.
Einnig fundargerð stjórnarfundar Flokkun Eyjafjarðar ehf. og ársreikningur ársins 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Molta fundargerðir og gögn.

Málsnúmer 2302063Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Moltu ehf. frá 15. mars 2023 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.