Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2303042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21.03.2023

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið kynntar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Breytingarnar miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Þá er það markmið að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Umsagnarfrestur er til 27. mars nk.
Skýrsla starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem byggja á niðurstöðum starfshópsins, auk frekari umfjöllunar má finna í samráðsgátt stjórnvalda og á vef ráðuneytisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð Fjallabyggðar mótmælir harðlega drögum að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem byggja á niðurstöðum starfshóps um endurskoðun á regluverki sjóðsins.
Verði drögin samþykkt óbreytt þá munu framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Fjallabyggðar minnka um 34.600.000 kr. og vandséð hvernig því yrði mætt án þess að til kæmi skerðing á þjónustu. Bæjarráð gerir því verulegar athugasemdir við tillögur að breytingum á regluverki sjóðsins og gagnrýnir harðlega knöpp tímamörk umsagnarfrests í svona mikilvægu máli. Bæjarstjóra er falið að koma sjónarmiðum Fjallabyggðar á framfæri.