Bæjarráð Fjallabyggðar

765. fundur 01. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fjárhagsáætlun 2023-2026, forsendur og markmið.

Málsnúmer 2210084Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála lagði fram vinnuskjal um forsendur og markmið sem liggja að baki rammaáætlun komandi rekstrarárs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar með þeim fyrirvörum sem koma fram í vinnuskjalinu.

2.Sameiginleg verkefni og kostnaður þeirra fyrir fjárhagsáætlanagerð stafrænna sveitarfélaga árið 2023

Málsnúmer 2210086Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.10.2022 um þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2023, ásamt viðbótargögnum og kostnaðaráætlun um áætlað framlag Fjallabyggðar. Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um framlag sveitarfélagsins.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Lagt fram til kynningar. Kostnaðaráætlun vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

3.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210100Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að körfubifreið verði hluti af fjárfestingum sveitarfélagsins á árinu 2022, en vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

4.Fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 2210078Vakta málsnúmer

Dreifibréf frá Markaðsstofu Norðurlands lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Boð til samráðs við undirbúning frumvarps til laga um skólaþjónustu

Málsnúmer 2210079Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu varðandi undirbúning við gerð frumvarps til laga um skólaþjónustu. Markmið þessara nýju laga er að tryggja jafnræði í þjónustu við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum óháð aldri, uppruna og búsetu, mæta ákalli um aukna ráðgjöf og stuðning við starfsfólk og stjórnendur á vettvangi skólans, efla þverfaglega samvinnu og samþættingu milli skóla- og þjónustustiga í þágu farsældar barna og tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum.

Með erindinu er öllum sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessari vinnu boðið að senda inn ábendingar, koma upplýsingum á framfæri eða skrá sig til þátttöku í samráðshópum sem munu taka til starfa á næstu vikum.

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál. Einnig sendir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2201036Vakta málsnúmer

Fundargerðir 39., 40., 41. og 42. fundar stjórnar SSNE, auk fundargerðar fagráðs umhverfismála SSNE lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.