Boð til samráðs við undirbúning frumvarps til laga um skólaþjónustu

Málsnúmer 2210079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 765. fundur - 01.11.2022

Lagt fram erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu varðandi undirbúning við gerð frumvarps til laga um skólaþjónustu. Markmið þessara nýju laga er að tryggja jafnræði í þjónustu við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum óháð aldri, uppruna og búsetu, mæta ákalli um aukna ráðgjöf og stuðning við starfsfólk og stjórnendur á vettvangi skólans, efla þverfaglega samvinnu og samþættingu milli skóla- og þjónustustiga í þágu farsældar barna og tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum.

Með erindinu er öllum sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessari vinnu boðið að senda inn ábendingar, koma upplýsingum á framfæri eða skrá sig til þátttöku í samráðshópum sem munu taka til starfa á næstu vikum.

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.