Bæjarráð Fjallabyggðar

753. fundur 08. ágúst 2022 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samningur um sálfræðiþjónustu 2022-2024

Málsnúmer 2206057Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands, dags. 19.07.2022, vegna sálfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra ásamt deildarstjóra fræðslu- og frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Timburstígur við tjörn - Ólafsfirði

Málsnúmer 2207042Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 25. júlí 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Timburstígur meðfram tjörninni á Ólafsfirði" föstudaginn 22. júlí.
Samþykkt
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
L7 ehf kr. 6.864.200
Trésmíði ehf kr. 5.409.911
Kostnaðaráætlun kr. 5.481.900

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra og leggur til að tilboði Trésmíði ehf. verði tekið.

3.Eyrarflöt - gatnagerð

Málsnúmer 2207041Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 25. júlí 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Eyrarflöt Siglufirði - Fylling og lagnir" föstudaginn 22. júlí.
Samþykkt
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Sölvi Sölvason kr. 11.941.400
Bás ehf kr. 11.801.780
Kostnaðaráætlun kr. 12.600.000

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að tilboði Báss ehf. verði tekið.

4.Heimild til útboðs

Málsnúmer 2201005Vakta málsnúmer

Lagt var fram kostnaðarmat deildarstjóra tæknideildar vegna nýrrar gangstéttar við Ægisgötu sem tengist við gangstétt við Strandgötu.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað.

5.Erindi um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu á svæðinu, nánar tiltekið reit 302 norðan Námuvegar í Ólafsfirði. Áætlaður kostnaður vegna vinnunnar er um 1 milljón króna og er gert ráð fyrir að verkið sé unnið í samvinnu með skipulagsfulltrúa Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir umsögn sína og samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun kr. 1.000.000,- fyrir deiliskipulagsvinnu.
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að útbúa viðauka fyrir fjárfestingunni og setja fyrir næsta fund bæjarráðs.

6.Endurnýjun á bifreið sambýlisins

Málsnúmer 2111072Vakta málsnúmer

Á 752. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna kaupa á bifreið fyrir íbúakjarnann að Lindargötu. Lagður er fram útfærður viðauki nr. 14 við fjárhagsáætlun 2022, að fjárhæð kr. 14.190.000,- sem hefur ekki áhrif á handbært fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 14/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 14.190.000,- vegna kaupa á bifreið fyrir íbúðakjarnann að Lindargötu. Ekki verður um lækkun á handbæru fé að ræða þar sem fært verður á milli fjárfestingalykla.

7.Bifreið fyrir áhaldahús

Málsnúmer 2207030Vakta málsnúmer

Á 752. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna kaupa á bifreið fyrir áhaldahús. Lagður er fram útfærður viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2022, að fjárhæð kr. 7.000.000,- án vsk, sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 15/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 7.000.000,- vegna kaupa á bifreið fyrir áhaldahús, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

8.Erindi til bæjarráðs - Barnasápubolti ofl.

Málsnúmer 2207039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Viktori Frey Elissyni, dags. 22. júlí 2022 f.h. stjórnar sápuboltans þar sem sótt er um fjárstyrk kr. 500.000,- fyrir barnasápuboltanum sem haldinn var 15. júlí 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framkomið erindi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar að óska eftir rauntölum yfir kostnað Sápuboltans vegna umbeðins styrks.

9.Umsögn tímab. áfengisleyfi við gilt rekstarleyfi- Segull67

Málsnúmer 2207046Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni, dagsett 29. júlí 2022, þar sem Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn Fjallabyggðar í kjölfar umsóknar Sunnu ehf. um tækifærisleyfi til viðbótar við gilt rekstrarleyfi.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tímabundið vínveitingaleyfi fyrir sitt leyti.

10.Erindi um ábendingar

Málsnúmer 2208005Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir bæjarráð samantekt formanns hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 02.08.2022, þar sem komið er á framfæri ábendingum varðandi framræstingu vestan Óss í Ólafsfirði, auglýsingu um opnunartíma vélhjólabrautar og frágangi efnisnámu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði deildarstjóra tæknideildar um stöðu málsins og tillögur að næstu skrefum.

11.Tilnefning í samgöngu- og innviðastefnu Norðurlands eystra

Málsnúmer 2208006Vakta málsnúmer

Vísað er til erindis SSNE, dags. 13. febrúar 2022 er varðar ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu og bókunar 730. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarráð samþykkti að skipa Elías Péturson fyrrverandi bæjarstjóra í starfshópinn f.h. Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að skipa Sigríði Ingvarsdóttur bæjarstjóra í starfshópinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.