Erindi um ábendingar

Málsnúmer 2208005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 753. fundur - 08.08.2022

Lagt var fyrir bæjarráð samantekt formanns hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 02.08.2022, þar sem komið er á framfæri ábendingum varðandi framræstingu vestan Óss í Ólafsfirði, auglýsingu um opnunartíma vélhjólabrautar og frágangi efnisnámu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði deildarstjóra tæknideildar um stöðu málsins og tillögur að næstu skrefum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13.09.2022

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.09.2022 vegna erindis Hestamannafélagsins Gnýfara dags. 02.08.2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og leggur áherslu á að framkvæmdum verði lokið fyrir lok september.