Bæjarráð Fjallabyggðar

720. fundur 18. nóvember 2021 kl. 08:00 - 09:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Lærdómssetur í Ólafsfirði

Málsnúmer 2111019Vakta málsnúmer

Á 718. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara f.h. Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 4.11.2021. Í erindinu reifar skólameistari hugmyndir sem tengjast því að efla skólann sem lærdómssetur með víðtækari tengingar inn í samfélagið sem geti fallið vel að skólastarfinu. Lára Stefánsdóttir mætti á fund bæjarráðs og fór yfir innsent erindi.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Láru Stefánsdóttur fyrir erindið og góða yfirferð. Bæjarráð fagnar framtakinu og samþykkir að fela bæjarstjóra að vera tengiliður við Menntaskólann vegna verkefnisins.

2.Framkvæmdarstyrkur - umsókn

Málsnúmer 2111025Vakta málsnúmer

Á 718. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Jóhanns Más Sigurbjörnssonar f.h. Golfklúbbs Siglufjarðar dags. 8.11.2021. Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið veiti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar inniaðstöðu, fyrir golfspilara, sem félagið hyggst koma á laggirnar. Jóhann Már Sigurbjörnsson og Jón Karl Ágústsson mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir innsent erindi.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Golfklúbbnum fyrir erindið og góða yfirferð. Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Golfklúbbs Siglufjarðar um framkvæmdastyrk til umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

3.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað vegna janúar til október 2021.
Lagt fram

4.Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022

Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Afgreiðslu frestað

5.Kaup á sundlaugarlyftu í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2111038Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála dags. 15. nóvember 2021 vegna kaupa á sundlaugarlyftu í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði.
Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 kr. 1.500.000.- sem yrði eignfært á framkvæmdina í íþróttamiðstöðinni, viðaukanum yrði mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjaráð samþykkir viðauka nr. 27/2021 að fjárhæð kr. 1.500.000.- sem verður eignfærður og mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Fjárhagsáætlun TÁT og gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2111034Vakta málsnúmer

Lögð er fram bókun 28. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT), 25. október sl.

Liður 2:
Skólanefnd TÁT leggur til samhljóða með þremur atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2022 í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar.

Liður 3:
Skólanefnd TÁT samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa tillögu að starfs - og fjárhagsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2022 til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og Bæjarráðs Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2022 og gjaldskrárhækkun um 2,4%.

7.Umsókn um styrk til hátíðarhalda í Fjallabyggð árið 2022.

Málsnúmer 2110078Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar listi yfir styrkumsóknir til hátíðarhalda fyrir árið 2022.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá markaðs- og menningarnefnd.

8.Styrkumsóknir 2022 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2110076Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar listi yfir styrkumsóknir til rekstrarstyrkja safna og setra fyrir árið 2022.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá markaðs- og menningarnefnd.

9.Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 2111026Vakta málsnúmer

Lagður er fram tölvupóstur frá Eyþóri Björnssyni f.h. Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 8. nóvember 2021. Í erindinu leggur SSNE til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og að verkefnið verði unnið í samstarfi við Norðurland vestra og að Svalbarðshreppi og Langanesbyggð verði boðin þátttaka.

Óskað er eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til eftirfarandi :

Að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári m.v. eftirfarandi:

Að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
Að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
Að Svalbarðshreppi og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni, kjósi þau það.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu SSNE.

10.Styrkumsóknir frá björgunarsveitum.

Málsnúmer 2110059Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar listi yfir styrkumsóknir frá Björgunarsveitum fyrir árið 2022.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

11.Hleðsla rafbíla

Málsnúmer 2111030Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi frá Sverri Sveinssyni dags. 9. nóvember 2021 varðandi hleðslu rafbíla við Skálarhlíð.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

12.Ljós í troðaraskemmu.

Málsnúmer 2111036Vakta málsnúmer

Lagður er fram tölvupóstur Kristjáns Haukssonar, formanns Skíðafélags Ólafsfjarðar dags. 13. nóvember 2021, varðandi ljósaperur í troðaraskemmu. Einnig er lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála dags. 16.11.2021, þar sem lagt er til að samþykkt verði endurnýjun á ljósum í troðaraskemmu í Tindaöxl. Kostnaður við endurnýjun ljósa er kr. 260.000.- sem óskað er eftir að sett verði í viðauka við málaflokk 06680, lykill 4960. Óskað er eftir að mæta viðaukanum innan fjárhagsáætlunar með færslu á milli málaflokka, lækkun á málaflokki 10310, lykli 4960, kr.-260.000.-.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða beiðni um viðauka nr. 28/2021 sem ekki hreyfir handbært fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísar til afgreiðslu og umfjöllunar bæjarstjórnar.

13.Björgunarsveitin Strákar

Málsnúmer 2111037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi stjórnar Björgunarsveitarinnar Stráka dags. 13. nóvember 2021, í erindinu fer stjórn þess á leit að fá að mæta á fund bæjarráðs við fyrsta hentugleika. Fundarefni er að kynna starfsemi sveitarinnar, gerð langtímasamnings um styrkveitingar og skilgreining samstarfsverkefna sveitarinnar og Fjallabyggðar og kynning á stóru verkefni sveitarinnar er varðar kaup á fullkomnum leitardróna.
Bæjarráð samþykkir að bjóða stjórn Björgunarsveitarinnar Stráka á næsta reglulega fund ráðsins.

14.Umsókn um styrk

Málsnúmer 2110062Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Blakfélags Fjallabyggðar dags. 14.október 2021 vegna styrkumsóknar varðandi afnot af íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins fyrir Paramót BF-Sigló Hótel, Benecta mót BF, Íslandsmótsleika og -túrneringar og Héraðsmót yngri flokka.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

15.Umsókn um styrk

Málsnúmer 2110145Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar dags. 28.10.2021 vegna styrkumsóknar varðandi afnot af Íþróttamannvirki í Ólafsfirði og vegna afnota af Tjarnarborg vegna Fjarðargöngu 2022.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

16.Umsókn um styrk

Málsnúmer 2110122Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gesti Þór Guðmundssyni og Helgu Maríu Heiðarsdóttur vegna North Ultra fjallahlaupsins 2022. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 500.000.-
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

17.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE 21. tbl. október 2021
Lagt fram

18.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerð Ungmennaráðs Fjallabyggðar 29. fundar sem haldinn var þann 11. nóvember sl.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:30.