Kvenfélagið Æskan óskar eftir aðstoð bæjarfélagsins að kosta umhverfi minningarsteins

Málsnúmer 1811022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13.11.2018

Lagt fram erindi Kvenfélagsins Æskunnar Ólafsfirði, dags. 02.11.2018 þar sem þess er óskað að bæjarfélagið skipuleggi og kosti umhverfi áritaðs minningarsteins til minnis um frumkvöðlastarf kvenfélaganna í Ólafsfirði í tilefni 100 ára afmælis Kvenfélagsins Æskunnar. Kvenfélagið hefur fengið úthlutaðri lóð undir minningarstein að Strandgötu í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samstarfi við forsvarsmenn Kvenfélagsins Æskunnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram erindi Kvenfélagsins Æskunnar, dags. 04.05.2020 þar sem fram kemur að kvenfélagið hyggst hefjast handa við að koma fyrir árituðum minningarsteini til minnis um frumkvöðlastarf kvenfélaganna í Ólafsfirði vegna 100 ára afmælis, á lóð sem kvenfélagið hefur fengið úthlutað við Strandgötu í Ólafsfirði.

Í framhaldi af bókun 581. fundar bæjarráðs hefur umhverfi kringum minningarsteininn verið skipulagt í samstarfi við kvenfélagið.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er kr. 1.500.000.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Kvenfélagið Æskuna um framkvæmdina og felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að koma með tillögu að útfærslu styrks.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur - 19.05.2020

Á 651. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir tillögu að útfærslu styrks til Kvenfélagsins Æskunnar vegna umsóknar um aðstoð bæjarfélagsins vegna kostnaðar við umhverfi minningarsteins. Áætlaður kostnaður er kr. 1.500.000.-
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.05.2020 þar sem lagt er til að tæknideild fari með umsjón og framkvæmd verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir að umsjón og framkvæmd verkefnisins verði hjá tæknideild og að kostnaður við umhverfi við minningarstein, kr. 1.500.000. verði settur í viðauka nr. 12/2020 á opin svæði, deild 11410, lykill 4960 og verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.