Aðgangur vegna sundnámskeiðs

Málsnúmer 2005001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram erindi Önnu Maríu Björnsdóttur, Maríu Jóhannsdóttur og Óskars Þórðarsonar, dags. 30.04.2020 þar sem óskað er eftir fríum aðgangi að sundlauginni á Siglufirði til að halda sundnámskeið fyrir leikskólabörn. Námskeiðið hefur verið vel sótt en venjulega taka öll leikskólabörn á Siglufirði þátt, sem á annað borð eru heima þegar það fer fram. Í ár fer námskeiðið fram mánudaginn 8. júní til 19. júní að undanskildum miðvikudeginum 17. júní. Tímasetning námskeiðsins gæti breyst vegna þess ástands sem er í þjóðfélaginu. Foreldrar geta notað frístundaávísanir sveitarfélagsins til að greiða námskeiðsgjaldið en námskeiðið er einn af fáum viðburðum í sveitarfélaginu fyrir þennan aldurshóp og því mikilvægt að frístundaávísanir geti nýst fyrir námskeiðsgjaldið. Frír aðgangur að sundlauginni er grunnurinn í því að við getum haldið námskeiðsgjaldinu í lágmarki.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur - 19.05.2020

Á 651. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna umsóknar Önnu Maríu Björnsdóttur, Maríu Jóhannsdóttur og Óskars Þórðarsonar um frían aðgang að sundlauginni á Siglufirði til að halda sundnámskeið fyrir leikskólabörn.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 15.05.2020

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi frírra afnota af sundlauginni á Siglufirði fyrir sundnámskeið leikskólabarna.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela fræðslu-, og frístundanefnd að útfæra reglur/viðmið um gjald fyrir afnot af sundlaug og líkamsræktarsal fyrir þjálfun og leggja fyrir bæjarráð.