Bæjarráð Fjallabyggðar

168. fundur 26. apríl 2010 kl. 12:15 - 14:15 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir varamaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Uppgræðsla á námu og gerð golfvallar í Hólsdal

Málsnúmer 1003172Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Golfklúbbs Siglufjarðar, þeir Ólafur H. Kárason og Ingvar K. Hreinsson, og kynntu hugmyndir um uppgræðslu á námu og gerð golfvallar í Hólsdal og ósk um aðkomu sveitarfélagins að verkefninu.

2.Framkvæmdir á sundlaugarsvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 1004019Vakta málsnúmer

Á 167. fundi sínum óskaði bæjarráð eftir tillögu frá skipulags- og byggingarfulltrúa að niðurskurði á framkvæmdum á móti viðbótarkostnaði vegna framkvæmda á sundlaugarsvæði að upphæð 25,9 milljónir.
Fyrir bæjarráði liggur tillaga að frestun eftirfarandi framkvæmda og viðhaldsverkefna.
Malbikun á Háveg syðst               -10,1 millj
Yfirlögn á Ólafsvegi                        -7,44 millj.
Yfirlögn á Hornbrekkuveg              -5,58 millj.
Gangstétt Ægisgötu                         -6,1 millj.
Samtals lækkun                            -29,22 millj.

Mism. yfir á viðhaldslið gatna            3,32 millj.
Heildarbreyting                              25,9 millj.
Bæjarráð vísar framkominni tillögu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

3.Ósk um aukna fjárheimild, hönnun færslu á Snorragötu, umferðarmerkingar og skönnun teikninga

Málsnúmer 1004059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk um aukna fjárheimild frá skipulags- og byggingarfulltrúa.
Um er að ræða :
Hönnun á færslu á Snorragötu í tengslum við opnun ganga : 5 til 8 millj.
Umferðarmerkingar: 0,75 millj.
Flokkun, skönnun og skráning teikninga:

Jafnframt fylgja með tillögur að frestun framkvæmda, ef ekki yrði hægt að auka við fjárveitingu.

Þær eru :

Hönnun skólpdælustöðvar á Siglufirði, -3 millj.
Vatnsleiðsla frá Brimnesdal,            -1,8 millj.
Sjóvarnir á Siglunesi,                    -1,3 millj.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum framkomna beiðni fjárveitingu í hönnun og umferðarmerkingar upp á 6,1 milljónir og frestun framkvæmda samkvæmt tillögu á móti.  Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir sat hjá. 
Bæjarráð leggur til að tekin verði upp samvinna við Vinnumálastofnun ef mögulegt er, vegna skönnunarverkefnis.

4.Ósk um auknar fjárheimildir fyrir sláttuliðið

Málsnúmer 1004060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk skipulags- og byggingarfulltrúa um aukna fjárheimild fyrir tæki og tól vinnuskóla og laun sláttufólks.

Um er að ræða :

Laun 6,9 millj. og tækjakaup 1,5 millj.

Bæjarráð samþykkir tillögu um tækjakaup en felur bæjarstjóra að fara yfir launaáætlun með íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa.

5.Tilboð í brunaviðvörunarkerfi

Málsnúmer 1004061Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja tilboð í brunaviðvörunarkerfi og ósk skipulags- og byggingarfulltrúa að semja við lægstbjóðendur.
Raftækjavinnustofan átti lægsta tilboð í Grunnskólann í Ólafsfirði, kr. 1.959.935, áætlaður kostnaður var 2.000.000 (98%) og bæjarskrifstofur í Ólafsfirði kr. 556.329, áætlaður kostnaður 650.000 (86%).
Raffó átti lægsta tilboð í ráðhúsið á Siglufirði, kr. 1.903.285, áætlaður kostnaður var 2.100.000 (91%).

Bæjarráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðendur.

6.Óskað eftir stuðningi vegna kaupa á 18 feta harðbotna Zodiac björgunarbáti

Málsnúmer 1004051Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Tindur hefur fest kaup á nýjum 18 feta harðbotna Zodiac björgunarbát ásamt utanborðsmótor og óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við þessi kaup.  Í ljósi þess að nú þegar hefur sveitarfélagið veitt eina milljón til bifreiðakaupa á þessu ári, samþykkir bæjarráð að vísa erindinu til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð næsta árs.

7.Skólamötuneyti skólaárið 2010-2011

Málsnúmer 1004054Vakta málsnúmer

Þar sem þjónustusamningar vegna skólamáltíða fyrir grunnskólana falla úr gildi í lok maí nk., óskaði 46. fundur fræðslunefndar eftir því við bæjarráð að farið verði í undirbúning útboðs vegna skólamáltíða næsta skólaár.
Bæjarráð samþykkir að fela fræðslu- og menningarfulltrúa að undirbúa útboð.

8.Húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar.

Málsnúmer 1004069Vakta málsnúmer

46. fundur fræðslunefndar beindi því til bæjarstjórnar að vinna við húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar verði sett af stað í tengslum við framtíðarskipulag fræðslumála, þar sem gert er ráð fyrir að Grunnskóli Fjallabyggðar sé kominn í tvö hús árið 2012.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur sem hefji undirbúning verkefnisins.  Vinnuhópinn skipi, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, formaður bæjarráðs, fræðslu- og menningarfulltrúi, skipulags- og byggingarfulltrúi og bæjarstjóri.

9.Breyting í undirkjörstjórn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1004076Vakta málsnúmer

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir f.h. H-lista kom á framfæri eftirfarandi breytingu í undirkjörstjórn í Ólafsfirði.

Í stað Kristjönu Sveinsdóttur, verður Auður Ósk Rögnvaldsdóttir aðalmaður og Gunnar Reynir Kristinsson til vara.

10.Fundargerð 125. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra

Málsnúmer 1004058Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Æfing almannavarna Fjallabyggðar 8. apríl 2010

Málsnúmer 1004049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á helstu atriðum sem komu fram á æfingu almannavarna Fjallabyggðar fimmtudaginn 8. apríl 2010.

12.Fundargerð 773. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1004022Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.