Tilboð í brunaviðvörunarkerfi

Málsnúmer 1004061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 168. fundur - 26.04.2010

Fyrir bæjarráði liggja tilboð í brunaviðvörunarkerfi og ósk skipulags- og byggingarfulltrúa að semja við lægstbjóðendur.
Raftækjavinnustofan átti lægsta tilboð í Grunnskólann í Ólafsfirði, kr. 1.959.935, áætlaður kostnaður var 2.000.000 (98%) og bæjarskrifstofur í Ólafsfirði kr. 556.329, áætlaður kostnaður 650.000 (86%).
Raffó átti lægsta tilboð í ráðhúsið á Siglufirði, kr. 1.903.285, áætlaður kostnaður var 2.100.000 (91%).

Bæjarráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðendur.