Ósk um auknar fjárheimildir fyrir sláttuliðið

Málsnúmer 1004060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 168. fundur - 26.04.2010

Fyrir bæjarráði liggur ósk skipulags- og byggingarfulltrúa um aukna fjárheimild fyrir tæki og tól vinnuskóla og laun sláttufólks.

Um er að ræða :

Laun 6,9 millj. og tækjakaup 1,5 millj.

Bæjarráð samþykkir tillögu um tækjakaup en felur bæjarstjóra að fara yfir launaáætlun með íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 170. fundur - 20.05.2010

Í tengslum við afgreiðslu 168. fundar bæjarráðs um aukna fjárheimild í laun sláttufólks að upphæð kr. 6,9 milljónir var bæjarstjóra falið að fara yfir launaáætlun með íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa.
Ekki var gert ráð fyrir launum varðandi slátt í fjárhagsáætlun og endurnýjar því bæjarstjóri beiðni um fjárheimild að upphæð 6,9 milljónir.

Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum umbeðna heimild og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir sat hjá.