Ósk um aukna fjárheimild, hönnun færslu á Snorragötu, umferðarmerkingar og skönnun teikninga

Málsnúmer 1004059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 168. fundur - 26.04.2010

Fyrir bæjarráði liggur ósk um aukna fjárheimild frá skipulags- og byggingarfulltrúa.
Um er að ræða :
Hönnun á færslu á Snorragötu í tengslum við opnun ganga : 5 til 8 millj.
Umferðarmerkingar: 0,75 millj.
Flokkun, skönnun og skráning teikninga:

Jafnframt fylgja með tillögur að frestun framkvæmda, ef ekki yrði hægt að auka við fjárveitingu.

Þær eru :

Hönnun skólpdælustöðvar á Siglufirði, -3 millj.
Vatnsleiðsla frá Brimnesdal,            -1,8 millj.
Sjóvarnir á Siglunesi,                    -1,3 millj.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum framkomna beiðni fjárveitingu í hönnun og umferðarmerkingar upp á 6,1 milljónir og frestun framkvæmda samkvæmt tillögu á móti.  Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir sat hjá. 
Bæjarráð leggur til að tekin verði upp samvinna við Vinnumálastofnun ef mögulegt er, vegna skönnunarverkefnis.