Bæjarráð Fjallabyggðar

160. fundur 12. febrúar 2010 kl. 12:15 - 14:15 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Bæjarráð aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson varamaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Gjöld fyrir graftökur í Ólafsfjarðarkirkjugarði

Málsnúmer 1001066Vakta málsnúmer

Í erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju, er mótmælt gjöldum sveitarfélagsins fyrir grafartökur og vísað til óskriflegs samkomulags milli bæjaryfirvalda í Ólafsfirði og sóknarnefndar um að bæjarstarfsmenn tækju grafir í kirkjugarðinum án greiðslu í stað afnota af kirkju fyrir ýmsa viðburði.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk á móti útgefnum reikningum, jafnframt leggur bæjarráð til að annað fyrirkomulag verði tekið upp frá og með 1. júlí 2010.

2.Samningur um akstur og urðun sorps frá Fjallabyggð

Málsnúmer 1001053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi við Íslenska gámafélagið um urðun sorps sem fellur til frá heimilum og hefur verið flokkað til urðunar á gámasvæðum Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita.

3.Ósk um heimild til birtingar á stöðu á lánum sveitarfélagsins hjá sjóðnum

Málsnúmer 1002032Vakta málsnúmer

Lánasjóður sveitarfélaga óskar eftir því í erindi sínu að Fjallabyggð veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.
Bæjarráð samþykkir að vísa yfirlýsingu um birtingu fjármálaupplýsinga, til staðfestingar bæjarstjórnar.

4.Sveitarfélaginu boðin til kaups slökkvibifreið MAN.8153. 4x2

Málsnúmer 1002012Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon ehf. bíður til kaups slökkvibifreið, Man. 8.153 4x2 árgerð 1996, með möguleika á að taka upp í JCB traktorsgröfu sveitarfélagsins.
Sem fyrr er ekki áhugi fyrir kaupum á þessarri slökkvibifreið.

5.Vinnum saman, Ráðstefna fyrir stjórnendur sveitarfélaga

Málsnúmer 1002039Vakta málsnúmer

Ráðstefna fyrir stjórnendur sveitarfélaga um leiðir til að fyrirbyggja og bregðast við veikindum starfsmanna, verður haldin þriðjudaginn 2. mars.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins sæki ráðstefnuna.

6.Þriggja ára áætlun 2011-2013

Málsnúmer 0912130Vakta málsnúmer

Lögð fram breytingartillaga við 3ja ára áætlun, þar sem gert er ráð fyrir að útsvarstekjur séu óbreyttar í stað lækkunar, ásamt aukinni fjárfestingu.
Bæjarráð samþykkir breytingatillöguna og vísar 3ja ára áætlun svo breyttri til síðari umræðu í bæjarstjórn.

7.Launayfirlit 2010

Málsnúmer 1002035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit launadeildar sveitarfélagsins vegna janúar.

8.Fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Málsnúmer 1002045Vakta málsnúmer

Fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins verður haldinn á Akureyri mánudaginn 15. febrúar.

9.Fundargerð 771. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1002008Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.