Þriggja ára áætlun 2011-2013

Málsnúmer 0912130

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 160. fundur - 12.02.2010

Lögð fram breytingartillaga við 3ja ára áætlun, þar sem gert er ráð fyrir að útsvarstekjur séu óbreyttar í stað lækkunar, ásamt aukinni fjárfestingu.
Bæjarráð samþykkir breytingatillöguna og vísar 3ja ára áætlun svo breyttri til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 16.02.2010

Síðari umræða 3ja ára áætlunar 2011 - 2013.
Til máls tóku Þórir Kr. Þórisson, Egill Rögnvaldsson og Þorsteinn Ásgeirsson.
Helstu forsendur eru :


Tekjur:

Íbúaþróun
2010               2.082     (31)       2.051    -1,49%
2011               2.051       0         2.051     0,00% 
2012               2.051     10         2.061     0,49%
2013               2.061     21         2.082     1,02%

Útsvarstekjur óbreyttar 2011 - 2013
 
Framlag Jöfnunarsjóðs lækkar um 10 % 2011
Framlag Jöfnunarsjóðs lækkar um   5 % 2012
Framlag Jöfnunarsjóðs óbreytt      0 % 2013

Almennt  3% hækkun 2011
Almennt  3% hækkun 2012
Almennt  3% hækkun 2013

Gjöld

Laun og launatengd gjöld óbreytt 2011-2013, fyrir utan lækkun í fræðslumálum.
Almennt 3% lækkun  2011
Almennt 3% lækkun  2012
Almennt 3% lækkun  2013

Fjármagnsliðir

Almennt 0 % hækkun

Breyting á lífeyrisskuldbindingum

25 milljón hvert ár til hækkunar samtals 75 milljónir á tímabilinu.
Skuldbinding er áætluð í lok 2013 samtals 729 milljónir.

 Fjárfestingarhreyfingar

140  milljónir 2011, Eignasjóður 80 millj. Hafnarsjóður 20 millj. og Veitustofnun 40 millj.
140  milljónir 2012, Eignasjóður 80 millj. Hafnarsjóður 20 millj. og Veitustofnun 40 millj.
140  milljónir 2013, Eignasjóður 100 millj. og Veitustofnun 40 millj.
Samtals 420 milljónir.

Fjármögnunarhreyfingar

Afborgun langtímalána að meðaltali tæpar 85 milljónir, hvert ár, eða í heild 255 milljónir.
Ekki tekin ný lán á tímabilinu.

Handbært fé í árslok

lækkun um 32 milljónir 2011, fer í 120 milljónir
hækkun um 12 milljónir 2012, fer í 132 milljónir
hækkun um 67 milljónir 2013, fer í 199 milljónir

3ja ára áætlun Fjallabyggðar fyrir 2011 - 2013, staðfest á 46. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.