Gjöld fyrir graftökur í Ólafsfjarðarkirkjugarði

Málsnúmer 1001066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 160. fundur - 12.02.2010

Í erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju, er mótmælt gjöldum sveitarfélagsins fyrir grafartökur og vísað til óskriflegs samkomulags milli bæjaryfirvalda í Ólafsfirði og sóknarnefndar um að bæjarstarfsmenn tækju grafir í kirkjugarðinum án greiðslu í stað afnota af kirkju fyrir ýmsa viðburði.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk á móti útgefnum reikningum, jafnframt leggur bæjarráð til að annað fyrirkomulag verði tekið upp frá og með 1. júlí 2010.