Bæjarráð Fjallabyggðar

553. fundur 25. apríl 2018 kl. 11:30 - 12:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006/ (strandveiðar)

Málsnúmer 1804090Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (strandveiðar). Í umsögn LS er því mótmælt að Fiskistofa hafi heimild til "að stöðva veiðar stefni heildarafli í að fara umfram heildaraflaviðmiðun" en jafnframt telur LS að það sé jákvætt að hægt verði að velja daga til veiða, þannig að 48 dögum sé skipt jafnt á mánuðina maí, júní, júlí og ágúst.

Bæjarráð tekur undir umsögn LS og felur bæjarstjóra að koma skoðun bæjarráðs á framfæri við atvinnuveganefnd.

2.Útboð grunnskólalóð Siglufirði, 2. áfangi

Málsnúmer 1803059Vakta málsnúmer

Þann 24. apríl sl. voru tilboð opnuð í endurgerð skólalóðar Grunnskólans á Siglufirði, 2. áfangi. Eftirfarandi tilboð bárust:

Bás ehf - 20.820.755 kr.
Sölvi Sölvason ehf. - 23.243.800 kr.

Kostnaðaráætlun var 22.324.500 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði.

3.Rekstraryfirlit - 2018

Málsnúmer 1804092Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstraryfirlit yfir fyrstu tvo mánuði ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir tímabilið er í samræmi við fjárhagsáætlun.

4.Upplýsingaskilti á útsýnissvæði fyrir ofan Siglufjörð

Málsnúmer 1610009Vakta málsnúmer

Upplýsingaskilti sem er við innkomu í Siglufjörð að norðanverðu er í eigu þriðja aðila. Bæjarráð telur eðlilegt að skiltið sé í eigu sveitarfélagsins og er gert ráð fyrir gerð nýs skiltis í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Leitað hefur verið tilboða í skiltið og liggur fyrir tilboð frá Skiltagerð Norðurlands. Um er að ræða skilti með timburramma og hljóðar tilboðið upp á 326.863 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Skiltagerðar Norðurlands.

5.Styrkbeiðni - Skákfélagið Hrókurinn

Málsnúmer 1804088Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Skákfélaginu Hróknum, þar sem óskað er eftir styrk í tilefni af 20 ára afmæli félagsins og til að standa straum af kostnaði við að heimsækja öll sveitarfélög landsins. Einnig er Fjallabyggð þakkað fyrir sitt framlag til verkefnisins Vinátta í verki sem félagið stóð að, ásamt Hjálparstarfi kirkjunnar og Kalak árið 2017 vegna hamfara í Grænlandi.

Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 25.000 kr. og færist kostnaðurinn á lið 21810-9291.

6.Samstarf við SEEDS sjálfboðaliðasamtök 2018

Málsnúmer 1804087Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, varðandi sjálfboðaliðahópa í sumar til fjölbreyttra verkefna á sviði umhverfis - menningar- og félagsmála. Kæmi til samstarfs þyrfti Fjallabyggð að útvega sjálfboðaliðum húsnæði, fæði og afþreyingu.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

7.Stefna í fiskeldi - Framtíðarsýn - aðgerðir

Málsnúmer 1804001Vakta málsnúmer

Fundi um fiskeldisstefnu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem halda átti föstudaginn 27. apríl nk. hefur verið frestað sökum dræmrar mætingar. Ráðgert er að halda fundinn í sumarlok ef næg þátttaka næst.

8.Leiksýning haust 2018 - beiðni um samstarf/styrk

Málsnúmer 1804086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá þjóðleikhússtjóra þar sem óskað er eftir samvinnu Fjallabyggðar um uppsetningu sýningarinnar Sögustund eftir Bernd Ogrodnik. Ætlunin er að setja sýninguna upp næsta haust um land allt og verður börnum á aldrinum 5-6 ára boðið á sýninguna.

Þjóðleikhúsið óskar eftir sýningarrými sem uppfyllir ákveðin skilyrði auk gistingar fyrir þrjá einstaklinga.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Þjóðleikhúsið um afnot af Tjarnarborg.

9.Kynningarbæklingur vegna myndasafns

Málsnúmer 1804056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mats Wibe Lund ljósmyndara þar sem Fjallabyggð er boðið að kaupa ljósmynd sem tekin er á Siglufirði árið 1962.

Bæjarráð samþykkir að afþakka boðið.

10.Ársreikningur Sigurhæðar ses - 2017

Málsnúmer 1804085Vakta málsnúmer

Lagður fram óundirritaður ársreikningur Sigurhæðar ses.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma athugasemdum bæjarráðs við ársreikninginn á næsta stjórnarfundi Sigurhæða.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 480. mál til umsagnar

Málsnúmer 1804091Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál.

Lagt fram til kynningar.

12.Fyrirspurn vegna álagðra gjalda

Málsnúmer 1804077Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fyrirspurn frá Hönnu Björnsdóttir er varðar álögur sem lagðar eru á íbúa sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að leggja fram drög að svari fyrir næsta fund bæjarráðs.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar ungmennaráðs.

Fundi slitið - kl. 12:40.