Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006/ (strandveiðar)

Málsnúmer 1804090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 553. fundur - 25.04.2018

Lögð fram umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (strandveiðar). Í umsögn LS er því mótmælt að Fiskistofa hafi heimild til "að stöðva veiðar stefni heildarafli í að fara umfram heildaraflaviðmiðun" en jafnframt telur LS að það sé jákvætt að hægt verði að velja daga til veiða, þannig að 48 dögum sé skipt jafnt á mánuðina maí, júní, júlí og ágúst.

Bæjarráð tekur undir umsögn LS og felur bæjarstjóra að koma skoðun bæjarráðs á framfæri við atvinnuveganefnd.