Útboð grunnskólalóð Siglufirði, 2. áfangi.

Málsnúmer 1803059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til lokaðs útboðs vegna framkvæmda við 2. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði. Eftirtöldum verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Bás ehf.
Sölvi Sölvason ehf.
Smári ehf.
Árni Helgason ehf.
Magnús Þorgeirsson ehf.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 553. fundur - 25.04.2018

Þann 24. apríl sl. voru tilboð opnuð í endurgerð skólalóðar Grunnskólans á Siglufirði, 2. áfangi. Eftirfarandi tilboð bárust:

Bás ehf - 20.820.755 kr.
Sölvi Sölvason ehf. - 23.243.800 kr.

Kostnaðaráætlun var 22.324.500 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði.