Upplýsingaskilti á útsýnissvæði fyrir ofan Siglufjörð

Málsnúmer 1610009

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20.10.2016

Vísað til nefndar
Upplýsingaskilti sem er við innkomu á Siglufjörð að norðanverðu er í eigu þriðja aðila. Fyrir liggur beiðni um endurnýjun á samningi.
Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að samningurinn verði ekki endurnýjaður og telur eðiliegt að upplýsingaskilti og götukort séu í eigu sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 553. fundur - 25.04.2018

Upplýsingaskilti sem er við innkomu í Siglufjörð að norðanverðu er í eigu þriðja aðila. Bæjarráð telur eðlilegt að skiltið sé í eigu sveitarfélagsins og er gert ráð fyrir gerð nýs skiltis í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Leitað hefur verið tilboða í skiltið og liggur fyrir tilboð frá Skiltagerð Norðurlands. Um er að ræða skilti með timburramma og hljóðar tilboðið upp á 326.863 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Skiltagerðar Norðurlands.