Kjörskrárstofn vegna íbúakosningar.

Málsnúmer 1803061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Undir þessum lið sat formaður yfirkjörstjórnar Ámundi Gunnarsson.

Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um kjörskrárstofn vegna íbúakosningar í Fjallabyggð sem fram fer þann 14. apríl nk.. Á kjörskrá eru 1597. Á Siglufirði 955 og á Ólafsfirði 642.

Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn verður 28. mars nk. verður kjörskrá yfirfarin og staðfest.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 158. fundur - 28.03.2018

Fjallabyggð óskaði eftir því að Þjóðskrá Íslands myndi keyra kjörskrárstofn þann 24. mars sl. fyrir íbúakosninguna um fræðslustefnu Fjallabyggðar sem fram fer þann 14. apríl nk..

Samkvæmt kjörskrárstofni eru alls 1597 á kjörskrá í Fjallabyggð, 955 á Siglufirði og 642 í Ólafsfirði.

Kjörskrár vegna íbúakosningar verða lagðar fram 3. apríl almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna íbúakosningarinnar í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10.04.2018

Á 158. fundi bæjarstjórnar, 28. mars 2018, var samþykkt að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna íbúakosninga vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

1596 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð.
Á Siglufirði eru 955 á kjörskrá og í Ólafsfirði 641.