Erindi Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf

Málsnúmer 1804006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 551. fundur - 10.04.2018

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá Framfarafélagi Ólafsfjarðar, þar sem óskað er eftir því að félagið fái landrými til afnota fyrir hugsanlega staðsetningu fyrir landeldi á fiski. Um er að ræða svæðið frá Ólafsfjarðarósi til austurs, fjöru til norðurs, Ósbrekkufjalli til vesturs og suðurenda gamla flugvallarins til suðurs.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn félagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 08.05.2018

Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar barst erindi frá Framfarafélagi Ólafsfjarðar dags. 31/3 2018. Þar óskar félagið eftir helgun á tilteknu landrými í Ólafsfirði, sem nýta á til atvinnureksturs á svæðinu, aðallega með fiskeldi í huga.

Bæjarráð fagnar þessu framtaki Framfarafélagsins um hugsanlega atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Á hluta af þessu tiltekna svæði er ýmis starfsemi, sem verður ekki hróflað við nema með ærnum kostnaði bæjarsjóðs og breytingum á deili- og aðalskipulagi.

Bæjarráð telur hyggilegast, að nálgast málið þannig, að bæjarráð Fjallabyggðar muni ekki ráðstafa neinu af hinu tiltekna landi til annarra aðila meðan athugun og undirbúningur af atvinnustarfsemi á svæðinu á vegum Framfarafélags Ólafsfjarðar stendur yfir.

Bæjarráð gefur félaginu tvö ár til að komast að niðurstöðu um mögulega atvinnuuppbyggingu. Engar kröfur um greiðslur til bæjarfélagsins vegna hins tiltekna lands verða settar fram af hálfu Fjallabyggðar á þeim tíma.

Þá lýsir bæjarráð sig tilbúið að aðstoða félagið við rannsóknir og gagnaöflun.