Bæjarráð Fjallabyggðar

540. fundur 30. janúar 2018 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Málefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Málsnúmer 1504010Vakta málsnúmer

Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands mætti á fund bæjarráðs og ræddi stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði.

Í máli forstjórans kom fram að unnið er að myndun teymis vettvangsliða og vinnan sé komin vel á veg.

Vonast er til að teymið verði starfhæft um mánaðamótin febrúar / mars.

Bæjarráð mun óska eftir upplýsingum um stöðu mála í lok febrúar.

2.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1709048Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

3.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál

Málsnúmer 1705073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga er varðar lánsumsókn Fjallabyggðar og skammtímafjármögnun vegna fjármögnunar á lífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóð. Stefnt er að því að allar umsóknir verði afgreiddar í lok febrúar.

Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að ganga frá skammtímafjármögnun við Lánasjóð sveitarfélaga.

4.Tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni

Málsnúmer 1801073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Birki Karli Sigurðssyni þar sem boðið er upp á tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni í Fjallabyggð. Greiða þarf námskeiðsgjald auk þess sem greiða þarf kostnað vegna ferða og uppihalds.

Bæjarráð samþykkir að þiggja ekki boðið og þakkir Birki fyrir erindið.

5.Umsögn um drög að frv.til laga um lögheimili og aðsetur

Málsnúmer 1801069Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna draga að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur. Í henni er m.a. lagst gegn því að lögheimilisskráning verði leyfð í frístundabyggðum og á skilgreindum iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæðum og öðru svæði innan þéttbýlis sem skipulagt er fyrir atvinnustarfsemi nema búseta sé þar heimil samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.

6.Varðar umsagnarrétt við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi skv.lögum nr.85/2007

Málsnúmer 1801074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Í erindinu er tilkynnt að þann 1. mars muni embættið breyta verklagi við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi og verða umsóknir nú afgreiddar eigi síðar en að 45 dögum liðnum frá því að umsagnarferlið hefst, óháð því hvort að umsögnum hafi verið skilað eður ei.

7.Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Málsnúmer 1801078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá EO Iceland, þar sem kynnt er snjallhleðslustöð fyrir rafbíla.

Fundi slitið - kl. 13:30.