Umsögn um drög að frv.til laga um lögheimili og aðsetur

Málsnúmer 1801069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30.01.2018

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna draga að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur. Í henni er m.a. lagst gegn því að lögheimilisskráning verði leyfð í frístundabyggðum og á skilgreindum iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæðum og öðru svæði innan þéttbýlis sem skipulagt er fyrir atvinnustarfsemi nema búseta sé þar heimil samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.