Bæjarráð Fjallabyggðar

717. fundur 04. nóvember 2021 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2101004Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar viðauki nr. 26/2021 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2021 vegna fráveitu framkvæmda að fjárhæð kr. 9.000.000.-, sem bókast á málaflokk 65210, lykill 4960 kr. 3.000.000.- og eignfært kr. 6.000.000.- vegna Skolpdælu við Ósinn Ólafsfirði og nýrrar lagnar við Torgið Siglufirði. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé. Einnig er lagt fram til kynningar yfirlit vegna viðauka nr. 19 til 26 eftir uppfærða fjárhagsáætlun 2021 í rekstrar- og sjóðstreymi Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2021 og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

2.Reglur Fjallabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2021

Málsnúmer 2110117Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að breyttum reglum Fjallabyggðar vegna greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Uppfærsla á reglum er vegna breyttrar tækni og verklags við móttöku og úrvinnslu umsókna.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur fyrir sitt leiti og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Halldóru Drafnar Gunnarsdóttur f.h. Velferðarráðuneytisins dags. 25. október 2021. Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið tilnefni sérstakan fulltrúa innleiðingar vegna laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela Hirti Hjartarsyni, deildarstjóra félagsmáladeildar að vera tengiliður vegna innleiðingar ofangreindra laga, einnig samþykkir bæjarráð að fela Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vera varatengiliður vegna innleiðingarinnar.

4.Styrkumsókn - blöðrubraut

Málsnúmer 2110098Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Siglo golf and ski club dags. 26. október 2021. Í erindinu er þess farið á leita að sveitarfélagið veiti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar á blöðrubraut sem félagið hyggst byggja í Skarðsdalsskógrækt. Einni er þess farið á leit að forsvarsmenn félagsins fái að koma á fund bæjarráðs til að fylgja umsókninni eftir.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að bjóða forsvarsfólki Sigló golf and ski club ehf til fundar á næsta reglulega fund ráðsins.

5.Pálshús - framkvæmdastyrkur 2022

Málsnúmer 2110150Vakta málsnúmer

Fram er lagt erindi Þorsteins Ásgeirssonar f.h. Fjallasala ses. dags. 27. október 2021 ásamt fylgiskjali. Í erindinu óska Fjallasalir eftir styrk að fjárhæð 3 millj.kr. til uppbyggingar sýningaraðstöðu í Pálshúsi.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Gnýfara 2022.

Málsnúmer 2111002Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Þorvaldar Hreinssonar f.h. Hestamannafélagsins Gnýfara dags. 28. október 2021 ásamt fylgiskjölum. Í erindinu óskar félagið eftir endurnýjun gildandi samstarfssamnings og hækkun styrks sveitarfélagsins úr 640 þús.kr. í 850 þús.kr.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

7.Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Lögð eru fram 7 aðskilin erindi Hestamannafélagsins Gnýfara dags. 28. og 29. október 2021.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra vegna framlagðra erinda.

8.Minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum.

Málsnúmer 2111003Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar erindi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 29. október 2021. Efni erindis er að minna á að sunnudaginn 21. nóvember nk. verður haldinn hér á landi alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa og þakka fyrir þátttöku undanfarinna ára.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:45.