Velferðarnefnd Fjallabyggðar

4. fundur 13. nóvember 2025 kl. 16:00 - 16:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður
  • Ólafur Baldursson varaformaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur tillaga að fjárhagsáætlun 2026 ásamt þriggja ára áætlun.
Vísað til bæjarráðs
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fjallabyggðar fyrir árið 2026. Velferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu.

2.Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2506040Vakta málsnúmer

Kynning á heildarframlagi ríkisins vegna reksturs og búsetu barna með fjölþættan vanda og beiðni um að sveitarfélög sendi áætlaðan kostnað vegna slíkra mála til ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar
Ósk hefur borist frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu um upplýsingar frá sveitarfélögum um áætlaðan kostnað á árinu 2025 vegna barna sem eru með fjölþættan vanda. Fjallabyggð hefur nú þegar sent umbeðnar upplýsingar.
Erindið lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:50.