Bæjarráð Fjallabyggðar

853. fundur 22. nóvember 2024 kl. 10:00 - 11:31 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
  • Þórir Hákonarson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Erindi frá stjórn Leyningsáss ses

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu fulltrúar stjórnar Leyningsáss ses þeir Kolbeinn Óttarsson Proppé stjórnarformaður og Einar Hrafn Hjálmarsson meðstjórnandi m.a. til að fara yfir starfsemi og framtíðarfyrirkomulag Leyningsáss ses. Einnig var farið yfir framkvæmdir í Skarðsdal.
Samþykkt
Frá og með síðasta ári hefur Fjallabyggð fjármagnað uppbyggingu, rekstur og viðhald á skíðasvæðinu í Skarðsdal.
Við ákvörðun á framtíðarfyrirkomulagi í tengslum við þau svæði sem í dag eru í eigu Leyningsáss þá kom fram í umræðum á fundinum að skynsamlegt væri að stofnuð yrði viðræðunefnd um framtíðarfyrirkomulag. Bæjarráð leggur til að sveitarfélagið tilnefni 2 fulltrúa og Leyningsás ses 2 fulltrúa um framhaldið og starfsmaður hópsins verði Skrifstofustjóri sveitarfélagsins. Sú nefnd hefji störf eigi síðar en 1.desember n.k. með það að markmiði að leggja fram tillögur eigi síðar en 1.febrúar 2025.
Bæjarráð skipar Tómas Atla Einarsson og Guðjón M. Ólafsson í viðræðunefndina.

2.Húsnæðismál Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2411089Vakta málsnúmer

Á 146. fundi sínum, 18.11.2024, vísaði fræðslu- og frístundanefnd innsendu erindi frá skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar til bæjarráðs. Erindið varðar ósk um úrbætur í húsnæðismálum Leikhóla ásamt lagfæringu á lóð skólans.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð felur tæknideild að kostnaðarmeta þær hugmyndir um framkvæmdir við Leikhóla í Ólafsfirði sem fram koma í erindi frá leikskólastjóra Fjallabyggðar og í bókun fræðslu- og frístundanefndar. Kostnaðarmati tæknideildar vísað til framkvæmda- og fjárhagsáætlunar 2025.

3.Styrkbeiðni - Tales of the Nature Spirits, Connecting with the realms around us for future generations

Málsnúmer 2411090Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi styrkbeiðni Huldustígs ehf., vegna verkefnisins Tales of the Nature Spirits, Connecting with the realms around us for future generations, sem felur í sér alþjóðlegt samstarf með ráðstefnu og fjölbreyttum vinnustofum á Akureyri vorið 2025.

Verkefnið leiðir saman fræðafólk víðsvegar að úr heiminum, listafólk og almenning sem er annt um þann óáþreifanlega menningararf sem Íslendingar eiga, sem snýr að álfum, huldufólki og öðrum huliðsverum og náttúru vættum.
Þar verður sjónum beint að óáþreifanlegum menningararfi á heildrænan hátt út frá heimildum okkar gegnum þjóðtrú og reynslu, auk þess sem áhrifum huliðsheima á skapandi greinar verða gerð góð skil. Lögð er áhersla á að tengja saman kynslóðir, fræðafólk og íbúa með ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn.
Synjað
Bæjarráð þakkar innsent erindi en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

4.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerðir 156. fundar félagsmálanefndar og 146. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Verkefnahópur um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal

Málsnúmer 2409031Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi vinnuskjal verkefnahóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðisins í Skarðsdal frá 1. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:31.