Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

98. fundur 01. júní 2023 kl. 17:00 - 18:10 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Sjómannadagur 2023

Málsnúmer 2305059Vakta málsnúmer

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um næstu helgi. Hátíðarhöld eru í höndum Sjómannadagsráðs eins og undanfarin ár.
Lagt fram til kynningar
Nefndarfólk fékk kynningu á dagskrá sjómannadagshelgarinnar. Á föstudaginn er útgáfuhóf bókar um sögu Sjómannafélags Ólafsfjarðar í 40 ár. Dagskrá helgarinnar er hin glæsilegasta að venju.

2.Samningur um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda 2023-2025

Málsnúmer 2212022Vakta málsnúmer

Ungliðasveitin Smástrákar sjá um hátíðarhöld 17. júní í ár. Samkomulag um umsjón 17. júní hátíðahalda áranna 2023-2025 lagður fram til kynningar ásamt drög að dagskrá.
Lagt fram til kynningar
Ungliðasveitin Smástrákar hafa umsjón með hátíðarhöldum 17. júní í ár og næstu tvö árin. Drög að dagskrá hátíðarinnar voru kynnt.

3.Trilludagar 2023

Málsnúmer 2301035Vakta málsnúmer

Farið yfir skipulag og undirbúning Trilludaga.
Lagt fram til kynningar
Undirbúningur Trilludags er hafinn. Trilludagur er laugardaginn 29. júlí 2023. Dagskrá verður hefðbundin. Gestum verður boðið á sjóstöng og aflinn grillaður þegar í land er komið. Skemmtidagskrá verður fyrir börn og fullorðna.

4.Samkomulag um þjónustukaup jól og áramót 2023-2026

Málsnúmer 2302076Vakta málsnúmer

Samningar við félagasamtök um umsjón með viðburðum tengdum jólum og áramótum eru runnir út. Skoða þarf endurnýjun samninga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Menningartengdir skyndiviðburðir 2023, reglur og úthlutanir

Málsnúmer 2302081Vakta málsnúmer

Bæjarráð fjallaði um drög að reglum um úthlutun á styrkjum til skyndiviðburða. Bæjarráð lagði til breytingar á drögunum og vísaði þeim til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd hefur endurskoðað og einfaldað reglur um úthlutun styrkja til skyndiviðburða. Nefndin vísar drögum að endurskoðuðum reglum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:10.