Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

96. fundur 02. mars 2023 kl. 17:00 - 19:10 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Tjarnarborg starfsárið 2022

Málsnúmer 2302080Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um starfið í Tjarnarborg árið 2022. Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar mætir á fundinn.
Lagt fram til kynningar
Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar fór yfir starfið í Tjarnarborg 2022 og sýndi nefndinni húsið. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Ástu fyrir vel unnið starf.

2.Úttekt á Samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur.

Málsnúmer 2202080Vakta málsnúmer

Árið 2021 var framkvæmd greining á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og í
framhaldinu lagðar fram tillögur að frekari nýtingu þeirra og gerð
samfélagsmiðlastefnu.
Tillögurnar voru lagðar fyrir síðasta fund markaðs- og menningarnefndar sem frestaði umræðu og afgreiðslu til næsta fundar.
Vísað til bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd hefur yfirfarið tillögur úr skýrslu sem unnin var eftir úttekt á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar árið 2021. Margar af tillögunum eru þegar komnar í virkni, öðrum er fyrirkomið í drögum að samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir drög að samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar fyrir sitt leyti og vísar til umfjöllunar í bæjarráði. Einnig felur nefndin markaðs- og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera grein fyrir stöðu hverrar tillögu fyrir sig og leggja til kynningar fyrir bæjarráð ásamt stefnunni.

3.Trilludagar 2023

Málsnúmer 2301035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að skoðað verði að útvista umsjón með skipulagningu og framkvæmd Trilludaga, fjölskylduhátíðar í Fjallabyggð árið 2023.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd fjallaði um tillögu markaðs- og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um möguleika á að útvista umsjón með Trilludögum 2023. Nefndin telur tímann of nauman til að auglýsa eftir umsjónaraðila fyrir komandi sumar, þar sem það tekur nýjan umsjónaraðila tíma að ná utan um verkefnið, tengjast samstarfsaðilum og viða að sér aðföngum o.s.frv. En nefndin leggur til að farið verði í auglýsingu á útvistun Trilludaga fyrir árið 2024 sem fyrst.

4.Pop-up viðburðir 2023, reglur og úthlutanir

Málsnúmer 2302081Vakta málsnúmer

Á fjárhagsáætlun 2023 var gert ráð fyrir fjármagni til úthlutunar fyrir svo kallaða pop-up viðburði, viðburði sem verða til eftir að umsóknarfrestur til styrkja til menningarmála er liðinn.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Markaðs- og menningarnefnd felur markaðsfulltrúa að gera drög að reglum um pop-up styrki og umsóknareyðublað og leggja fyrir nefndina til umfjöllunar.

5.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026

Málsnúmer 2301062Vakta málsnúmer

Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.