Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

82. fundur 02. desember 2021 kl. 15:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sandra Finnsdóttir varamaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ida M. Semey boðaði forföll vegna vanhæfis og varamaður hennar líka.
Ægir Bergsson stýrði fundi í fjarveru Ólafs Stefánssonar formanns.

1.Styrkumsóknir 2022 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2110076Vakta málsnúmer

Á 720. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar frá 18.11.2021 samþykkti bæjarráð að óska eftir umsögn frá markaðs- og menningarnefnd um umsóknir til reksturs safna og setra fyrir árið 2022. Umsóknir voru kynntar og teknar til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa umsögn til bæjarráðs.

2.Umsókn um styrk til hátíðarhalda í Fjallabyggð árið 2022.

Málsnúmer 2110078Vakta málsnúmer

Á 720. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar frá 18.11.2021 samþykkti bæjarráð að óska eftir umsögn frá markaðs- og menningarnefnd um umsóknir til hátíðarhalda fyrir árið 2022. Umsóknir voru kynntar og teknar til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að visa umsögn til bæjarráðs.

3.Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2109067Vakta málsnúmer

Sandra Finnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Á 721. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar frá 18.11.2021 samþykkti bæjarráð að óska eftir umsögn Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar samkvæmt reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda. Umsókn Síldarminjasafns Íslands ses um endurnýjaðan rekstrarsamning var tekinn til umfjöllunar og vísar markaðs- og menningarnefnd umsögn til bæjarráðs.

4.Styrkumsóknir 2022 Menningarmál

Málsnúmer 2110077Vakta málsnúmer

Umsóknir um menningarstyrki fyrir árið 2022 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd úthlutar menningarstyrkjum á fundi sínum í janúar 2022. Samtals nema umsóknarupphæðir kr. 6.220.000-.

Fundi slitið - kl. 18:00.