Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

146. fundur 17. maí 2023 kl. 16:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Friðþjófur Jónsson aðalmaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð

Málsnúmer 2109037Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur um breytingar á fyrirkomulagi á framkvæmd dagþjónustu sem m.a. hafa breytingar í för með sér fyrir núverandi skipulag þjónustunnar í Húsi eldri borgara.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Farið yfir fyrirhugaðar breytingar á þjónustu við aldraða í Ólafsfirði. Deildarstjóri gerði grein fyrir breyttu fyrirkomulagi á framkvæmd þjónustunnar sem m.a. hafa breytingar í för með sér fyrir núverandi skipulag þjónustunnar í Húsi eldri borgara.
Félagsmálanefnd samþykkir fyrirhugaðar breytingar og samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti að leigusamningi um afnot félagsþjónustunnar af Húsi eldri borgara í Ólafsfirði, verði sagt upp samkvæmt þeim uppsagnarákvæðum sem í honum eru.


2.Samningur milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samráð og samstarf um félagslega þjónustu

Málsnúmer 2211134Vakta málsnúmer

Farið yfir markmið og hlutverk samnings milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um samráð og samstarf um félagslega þjónustu, sem staðfestur var í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 25. maí 2022. Í umræðum um málið voru viðraðar hugmyndir um sameiginlegan fund félagsmálanefndar Fjallabyggðar og félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar í þeim tilgangi að ræða tilgang og markmið samningsins. Deildarstjóra félagsmáladeildar falið að vinna að frekari undirbúningi.

3.Starfsáætlun félagsmáladeildar 2023

Málsnúmer 2212013Vakta málsnúmer

Umræður um áherslur og forgangsröðun verkefna félagsmáladeildar.
Umræður um áherslur og forgangsröðun verkefna félagsmáladeildar.

Fundi slitið - kl. 17:30.