Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

274. fundur 07. september 2021 kl. 12:00 - 12:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - vegna JE Vélaverkstæðis

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Ívars Pálssonar lögmanns á þeim athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma grenndarkynningar. Í framlagðri umsögn kemur fram að heimilt sé, skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga, nr. 123 frá 2010, þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir, að veita byggingarleyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal þá áður grenndarkynna slíka framkvæmd. Þessi heimild er undatekning frá reglunni um skiplagsskyldu og hefur því verið túlkuð þröngt með hliðsjón af meginreglunni.
Með hliðsjón af framlagðri umsögn leggur nefndin til að umsækjandi láti vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Gránugötu 5, Siglufirði.

2.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2109002Vakta málsnúmer

Baldvin Júlíusson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Laugarveg 28, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

3.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2108027Vakta málsnúmer

Vigfús Ingi Hauksson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Hlíðarveg 34, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

4.Endurnýjun lóðarleigusamninga á eignum Arionbanka

Málsnúmer 2109018Vakta málsnúmer

Arionbanki sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningum fyrir eftirfarandi eignir: Aðalgata 30, Hvanneyrarbraut 35 og Lindargötu 2c. Allar eignirnar eru á Siglufirði.
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:15.