Hafnarstjórn Fjallabyggðar

122. fundur 17. ágúst 2021 kl. 16:30 - 17:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson hafnarstjóri

1.Aflatölur 2021

Málsnúmer 2101067Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrri ár. Á Siglufirði höfðu þann 13. ágúst borist 11.890 tonn á land í 1.250 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 9.572 tonn í 1.196 löndunum. Á Ólafsfirði hefur 282 tonnum verið landað í 170 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 308 tonnum verið landað í 217 löndunum.

2.Staðsetning mengunarvarnarbúnaðs við Fjallabyggðarhafnir

Málsnúmer 2107003Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal yfirhafnarvarðar og slökkviliðsstjóra dags. 15.08 2021, vinnuskjalið er unnið í kjölfar umræðu á 121. fundi hafnarstjórnar undir liðnum önnur mál. Í vinnuskjalinu er lagt til að mengunarvarnarbúnaður (gámur) verði staðsettur á hafnarbryggju, einnig er lagt til að gámurinn verði tengdur rafmagni ásamt ýmsum öðrum aðgerðum sem tryggja aðgengi að búnaðinum.
Hafnarstjórn tekur vel í þá hugmynd að staðsetja mengunarvarnarbúnað á hafnarbryggju og felur yfirhafnarverði að áætla kostnað vegna verkefnisins og leggja áætlun fyrir næsta fund. Einnig felur hafnarstjórn yfirhafnarverði og slökkviliðsstjóra að skoða aðrar staðsetningar á hafnarbryggju í samræmi við umræður á fundinum.

3.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - vegna JE Vélaverkstæðis

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur efnt til grenndarkynningar vegna fyrirhugaðrar byggingar við Gránugötu 5, Siglufirði, óskar nefndin eftir umsögn Hafnarstjórnar Fjallabyggðarhafna vegna málsins.
Hafnarstjórn leggst fyrir sitt leiti ekki gegn áformum um viðbyggingu enda telur hafnarstjórn mikilvægt að starfsemi sú sem um ræðir sé til staðar á Siglufirði og að hún eflist til langrar framtíðar. Að því sögðu bendir hafnarstjórn á nauðsyn þess að við hönnun umræddrar byggingar, verði heimild veitt, sé mikilvægt að leitast verði við að láta hana falla sem best að umhverfi og ásýnd svæðisins.

4.Grenndarkynning vegna umsóknar JE um viðbyggingu við húseign að Gránugötu 13

Málsnúmer 2108003Vakta málsnúmer

Fram er lagt erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. dags 4. ágúst 2021. Í erindinu er óskað upplýsinga um afstöðu hafnarstjórnar til byggingaráforma JE vélaverkstæðis sem vísað er til í erindi tæknideildar til Selvíkur vegna grenndarkynningar sem nú er í gangi.
Hafnarstjórn þakkar bréfritara erindið. Hvað varðar afstöðu hafnarstjórnar þá vísast til umsagnar hafnarstjórnar í 3. lið fundargerðar þessa fundar.

5.Hafnarstjórn - Önnur mál 2021

Málsnúmer 2105006Vakta málsnúmer

1. Landganga farþega skemmtiferðaskipa.
Hafnarstjóri fór yfir athugasemdir sem hann hefur fengið vegna landgöngu farþega farþegaskipa á flotbryggju við norðausturhorn Sigló hótels og nýtingu gönguleiðar meðfram hótelinu með fylgjandi ónæði fyrir hótelgesti. Hafnarstjóri telur að athugasemdir eigi rétt á sér og leggur til að fundinn verði annar staður fyrir flutningsbáta farþegaskipa.
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að koma með tillögu að nýjum stað ásamt kostnaðarmati á aðstöðusköpun vegna landgöngu farþega annarsstaðar á hafnarsvæðinu.

2. Hafnarstjóri fór yfir stöðu viðgerða á sjóvarnargörðum og öðrum verkefnum sem eru á hendi Vegagerðarinnar.
a. Unnið er að því að koma framkvæmdum af stað bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, um er að ræða lagfæringar á sjóvörn norðan við Hafnarbryggju og milli Hafnarbryggju og Togarabryggju. Einnig er unnið að því að koma af stað vinnu við lagfæringar á sandfangara á Ólafsfirði. Stefnt er að því að bæði verkin klárist á árinu.
b. Unnið er að útboði á stálþili vegna innri hafnar á Siglufirði, í framhaldinu verði framkvæmdir boðnar út. Hafnarstjóri hefur rætt við Vegagerðina um aðkomu sveitarfélagsins þegar kemur að hönnun á þekju og frágangi á umhverfi henni tengt.

Fundi slitið - kl. 17:15.