Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

108. fundur 07. febrúar 2022 kl. 16:30 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Jón Garðar Steingrímsson varamaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Opnun sundlauga í Fjallabyggð um páska 2022

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar fór yfir hugmyndir um opnunartíma sundlauga um páska 2022.
Lagt fram
Undir þessum lið sat forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og fór yfir möguleika á opnun sundlauga í Fjallabyggð um páska. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við endurnýjun búningsklefa sundlaugar í Ólafsfirði í apríl og maí.

2.Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar. Samstarf um forvarnarfræðslu

Málsnúmer 2201023Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að í stað árlegs styrks til Foreldrafélags grunnskólans vegna forvarnarstarfs geri Fjallabyggð samning við félagið, til þriggja ára. Forvarnarstarfið yrði unnið í samstarfi við forvarnarteymi grunnskólans.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera drög að samningi við Foreldrafélag grunnskólans um forvarnarstarf og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslumála

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd fer yfir reglur um úthlutun styrkja til fræðslumála m.t.t. hvort uppfæra þurfi þær fyrir næstu úthlutun.
Afgreiðslu frestað
Fræðslu- og frístundanefnd yfirfór reglur um úthlutun styrkja til fræðslumála. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að uppfæra reglurnar, ásamt umsóknareyðublaði samkvæmt umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslu- og frístundanefndar.

4.Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð

Málsnúmer 2202013Vakta málsnúmer

Núgildandi reglur um skólaakstur í Fjallabyggð eru síðan 2012.
Afgreiðslu frestað
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir reglur um skólaakstur í Fjallabyggð m.t.t. nauðsynlegra breytinga þar sem núgildandi reglur eru síðan 2012. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.