Starfsemi Hornbrekku 2019

Málsnúmer 1902059

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 13. fundur - 28.02.2019

Hjúkrunarforstjóri fór yfir ýmis mál sem varða innra starf Hornbrekku, sagði frá fundi sem haldinn var með aðstandendum íbúa Hornbrekku þann 8. febrúar sl. og námskeið sem hópur starfsmanna sótti um þjónustu einstaklinga með heilabilun. Hornbrekka hefur samið við Símey um markvissa greingu og fræðslu fyrir starfsmenn.

Stjórn Hornbrekku - 14. fundur - 27.03.2019

Hjúkrunarforstjóri fór yfir ýmis mál sem varða innra starf Hornbrekku, starfsmannamál, námskeiðahald og helstu verkefni framundan í starfsemi heimilisins. Gert er ráð fyrir að leitað verði eftir aðkeyptri þjónustu fyrir þvott á líni heimilisins.

Stjórn Hornbrekku - 15. fundur - 29.05.2019

Hjúkrunarforstjóri fer yfir starfsemi Hornbrekku.
Námskeið - Símey. Stýrihópur um námskeiða- og fræðslustefnu Hornbrekku hefur útbúið könnun sem lögð var fyrir starfsmenn 28. maí sl. Stuðst verður við niðurstöðurnar við fræðsluáætlun næstu þriggja ára.
Hjúkrunarforstjóri fór yfir launaniðurröðun einstakra starfshópa í Hornbrekku í tengslum við stofnanasamning Hornbrekku.
Hjúkrunarforstjóri vakti athygli á að ekki hefur verið tekið gjald fyrir veitta útfararþjónustu í Hornbrekku. Stjórn Hornbrekku óskar eftir að hjúkrunarforstjóri og deildarstjóri leggi fram tillögu að gjaldskrá fyrir næsta fund stjórnar.

Stjórn Hornbrekku - 16. fundur - 22.08.2019

Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi Hornbrekku frá síðasta fundi. Á næstunni fara af stað framkvæmdir við breytingu á þvottahúsi á efri hæð og rýminu breytt í íveruherbergi. Með þessari breytingu eru 26 herbergi á Hornbrekku.

Stjórn Hornbrekku - 17. fundur - 17.10.2019

Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi Hornbrekku frá síðasta fundi. Fræðsluáætlun Hornbrekku er komin vel á veg. Auk starfsmanna Hornbrekku taka starfsmenn félagsþjónustunnar þátt í þeim námsþáttum sem í boði eru. Hjúkrunarforstjóri og deildarstjóri gerðu grein fyrir undirbúningsvinnu fjárhagsáætlunar 2020. Gert er ráð fyrir að áætlunin fari í kynningu fyrir nefndir eftir 5. nóvember nk.