Stjórn Hornbrekku

15. fundur 29. maí 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Hornbrekku - hjúkrunar- og dvalarheimili Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Starfsemi Hornbrekku 2019

Málsnúmer 1902059Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri fer yfir starfsemi Hornbrekku.
Námskeið - Símey. Stýrihópur um námskeiða- og fræðslustefnu Hornbrekku hefur útbúið könnun sem lögð var fyrir starfsmenn 28. maí sl. Stuðst verður við niðurstöðurnar við fræðsluáætlun næstu þriggja ára.
Hjúkrunarforstjóri fór yfir launaniðurröðun einstakra starfshópa í Hornbrekku í tengslum við stofnanasamning Hornbrekku.
Hjúkrunarforstjóri vakti athygli á að ekki hefur verið tekið gjald fyrir veitta útfararþjónustu í Hornbrekku. Stjórn Hornbrekku óskar eftir að hjúkrunarforstjóri og deildarstjóri leggi fram tillögu að gjaldskrá fyrir næsta fund stjórnar.

2.Uppfærð handbók SFV fyrir íbúa hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1905070Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð útgáfa af handbók SFV fyrir íbúa hjúkrunarheimila, útbúin af fagráði hjúkrunarstjórnenda innan SFV.
Hjúkrunarforstjóra falið að gera viðeigandi breytingar á handbók Hornbrekku.

3.Ársreikningur Fjallabyggð 2018

Málsnúmer 1904018Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hornbrekku 2018.

4.Minnisblað um hjúkrunarrými til fjárlaganefndar

Málsnúmer 1905068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað SFV um viðbótarrými á hjúkrunarheimilum.

5.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og gögn SFV til fjárlaganefndar

Málsnúmer 1905069Vakta málsnúmer

Umsögn SFV um fjármálaáætlun ríkisins 2020-2024, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.