Stjórn Hornbrekku

13. fundur 28. febrúar 2019 kl. 12:00 - 13:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Viðhaldsverkefni Hornbrekku

Málsnúmer 1901040Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri fór yfir áherslur í endurbótum á sameiginlegu rými og einstaklingsrými íbúa Hornbrekku.

2.Trúnaðarmál, starfsmannamál

Málsnúmer 1810021Vakta málsnúmer

Gögn málsins lögð fram á fundinum.

3.Starfsemi Hornbrekku 2019

Málsnúmer 1902059Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri fór yfir ýmis mál sem varða innra starf Hornbrekku, sagði frá fundi sem haldinn var með aðstandendum íbúa Hornbrekku þann 8. febrúar sl. og námskeið sem hópur starfsmanna sótti um þjónustu einstaklinga með heilabilun. Hornbrekka hefur samið við Símey um markvissa greingu og fræðslu fyrir starfsmenn.

4.Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, félagsfundur

Málsnúmer 1902058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá félagsfundi SFV, sem haldinn var 1. febrúar síðastliðinn.

5.Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu 2019

Málsnúmer 1902089Vakta málsnúmer

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu verður haldinn í byrjun apríl og samþykkir stjórnin að hjúkrunarforstjóri Hornbrekku muni sækja fundinn.

Fundi slitið - kl. 13:00.