Stjórn Hornbrekku

14. fundur 27. mars 2019 kl. 16:30 - 18:15 í Hornbrekku - hjúkrunar- og dvalarheimili Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður, I lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Starfsemi Hornbrekku 2019

Málsnúmer 1902059Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri fór yfir ýmis mál sem varða innra starf Hornbrekku, starfsmannamál, námskeiðahald og helstu verkefni framundan í starfsemi heimilisins. Gert er ráð fyrir að leitað verði eftir aðkeyptri þjónustu fyrir þvott á líni heimilisins.

2.Trúnaðarmál, starfsmannamál

Málsnúmer 1903072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Viðhaldsverkefni Hornbrekku

Málsnúmer 1901040Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri sagði frá framvindu viðhaldsverkefna Hornbrekku. Stjórn Hornbrekku lýsir yfir ánægju sinni með það sem áunnist hefur á undanförnum misserum í viðhaldi og endurbótum heimilisins.

Fundi slitið - kl. 18:15.